Víða rata gullasnarnir 6. júlí 2007 08:00 Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Enginn múr er svo hár að asni, klyfjaður gulli, komist ekki yfir," er haft eftir Filipposi II Makedóníukonungi enda lágu nærliggjandi borgríki marflöt fyrir honum. Ekki var herkænskan minni hjá syninum. Sá lagði fleiri lönd að fótum sér en flestir enda enginn annar en Alexander mikli. Ekki er ofmælt að álfurstar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi verið klókir að láta sveitarfélög ein um þá freistingu að sökkva fósturjörðinni með dyggri aðstoð orku- og virkjanafyrirtækja. Um leið var sveitarstjórnum í sjálfsvald sett hvort þær seldu þjóðarsálina við litlu verði og það þótt smjör drypi af hverju strái í heimahögunum. En varla er von á góðu þegar asnar Landsvirkjunar og Alcans vaga um héruð, skakkir og skældir af gullklyfjum. Á dögunum höfðu gullasnar Landsvirkjunar þröngvað sér inn í tvö múruð sveitarfélög við Þjórsá þegar undur og stórmerki urðu: Þriðja sveitarfélagið, Flóahreppur, hækkaði sinn múr. En viti menn! Áður en haninn galaði fyrsta sinni kom asni kjagandi að skansinum. Áður en haninn galaði öðru sinni tók hinn klyfjaði útsendari að hrína af miklum móð, áfjáður í að vera leystur undan byrði sinni. Áður en haninn galaði þriðja sinni fór að gnesta í veggjum og marra í hliðum: Sveitarstjórnin mátti auðvitað ekkert aumt sjá! En þá brá svo við að þorri samsveitunganna sá í gegnum Trójuhestinn og vildi ekki líta við gýligjöfunum. Vonandi verður meira lagt upp úr áliti hins almenna borgara í Flóa en í Ölfusi og víðar. Hvernig skyldi nú allt virkjanabröltið - með tilheyrandi koltvísýringsblæstri - falla að háleitum sáttmálsorðum Þingvallastjórnarinnar um „samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda"? Og hversu grátt gæti hátt gengi leikið greinar eins og þekkingariðnað, ferðaþjónustu eða aðkrepptan sjávarútveg? Á Ísafold að vekja aðdáun fyrir ósnortna náttúru, sjálfbærni og framsýni eða ímugust fyrir spjallaða náttúru, sérplægni og skammsýni? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar