Frelsisskjöldurinn Björgvin Guðmundsson skrifar 14. október 2007 00:01 Aukin umfjöllun um útrás íslenskra fyrirtækja til Kína er ekki séríslenskt fyrirbæri. Í mörgum erlendum viðskiptablöðum má greina mikla fjölgun blaðagreina um Kína. Þær greinar eru ekki um hið kommúníska stjórnarfar og mannréttindabrot stjórnvalda. Sjónir manna beinast nú að mýmörgum viðskiptatækifærum, risasamningum og uppbyggingu þar í landi. Þetta er eðlileg þróun. Kína er mun opnara Vesturlöndum nú og um leið eykst umfjöllun um annað en stjórnarfarið. Samhliða komu vestrænna fyrirtækja gera kínversk stjórnvöld kröfu um aukin samskipti milli landa. Komum kínverskra sendinefnda til Íslands hefur til dæmis fjölgað mikið. Og á móti þeim taka embættismenn, sveitarstjórnarfólk, alþingismenn, ráðherrar og forseti Íslands. Athyglisvert er að í samtölum við þetta fólk er ekki lengur gerð krafa um að ræða mannréttindi fólks í Kína. Samkvæmt ársskýrslu Amnesty International 2007 hafa ofsóknir á hendur fólki þar í landi aukist. Það er sett í gæsluvarðhald og fangelsi án dóms og laga. Tjáningar- og trúarfrelsi eru settar skorður. Fjölmiðlar og veraldarvefurinn eru ritskoðaðir. Pyndingar, réttarhöld vilhöll stjórnvöldum og aftökur eru enn hluti af réttarkerfinu. Í stað umræðu um mannréttindi er reynt að skapa gott andrúmsloft í samskiptum ríkjanna til að stuðla að framgangi fyrirtækja. Á fundum forseta Íslands og Kína í upphafi þessa mánaðar var til dæmis rætt um samstarf á fjölmörgum sviðum. Engar athugasemdir voru gerðar við það. Þegar Vigdís Finnbogadóttir heimsótti ráðamenn í Kína fyrir mörgum árum var spurt um mannréttindi. Hún gaf í skyn að þau væru afstæð. Þá varð allt brjálað. Nú heyrist ekki múkk. Það má færa fyrir því rök að umræðan um mannréttindi í Kína sé ekki jafn knýjandi í dag og hún var áður. Þá er ekki átt við að mannréttindi skipti ekki lengur máli. Það eru aðrar leiðir til að ná fram rétti fólks en með beinni pólitískri íhlutun. Frjáls viðskipti skipta höfuðmáli í þessari hægfara þróun. Um leið og vestrænum fyrirtækjum fjölgar í Kína eykst efnahagsleg velsæld. Kaupmáttur í stærstu borgum landsins hefur margfaldast og hagvöxtur er mikill. Réttarkerfið hefur tekið breytingum. Fyrir stuttu síðan voru samþykkt lög sem heimila einkaeignarrétt, sem er í algjörri andstöðu við hugmyndafræði Kommúnistaflokksins. Vestræn fyrirtæki hefja ekki starfsemi í Kína af mannúðarástæðum. Aukin réttindi fólks í kjölfarið eru afleiðing af gildum sem fylgja frjálsum viðskiptum. Annars myndi hið kapítalíska hagkerfi ekki ganga upp. Aukið frelsi og bætt lífskjör haldast í hendur. Stjórnvöld missa í þeirri þróun jafnt og þétt tökin á borgurunum, sem sækja réttindi sín stífar en áður. Stuðningur forseta Íslands við útrásina til Kína er líklega eitt veigamesta framlag embættisins til mannréttindabaráttunnar þar í landi. Þetta veit Ólafur Ragnar Grímsson. Markaðurinn er frelsinu öflugur skjöldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Aukin umfjöllun um útrás íslenskra fyrirtækja til Kína er ekki séríslenskt fyrirbæri. Í mörgum erlendum viðskiptablöðum má greina mikla fjölgun blaðagreina um Kína. Þær greinar eru ekki um hið kommúníska stjórnarfar og mannréttindabrot stjórnvalda. Sjónir manna beinast nú að mýmörgum viðskiptatækifærum, risasamningum og uppbyggingu þar í landi. Þetta er eðlileg þróun. Kína er mun opnara Vesturlöndum nú og um leið eykst umfjöllun um annað en stjórnarfarið. Samhliða komu vestrænna fyrirtækja gera kínversk stjórnvöld kröfu um aukin samskipti milli landa. Komum kínverskra sendinefnda til Íslands hefur til dæmis fjölgað mikið. Og á móti þeim taka embættismenn, sveitarstjórnarfólk, alþingismenn, ráðherrar og forseti Íslands. Athyglisvert er að í samtölum við þetta fólk er ekki lengur gerð krafa um að ræða mannréttindi fólks í Kína. Samkvæmt ársskýrslu Amnesty International 2007 hafa ofsóknir á hendur fólki þar í landi aukist. Það er sett í gæsluvarðhald og fangelsi án dóms og laga. Tjáningar- og trúarfrelsi eru settar skorður. Fjölmiðlar og veraldarvefurinn eru ritskoðaðir. Pyndingar, réttarhöld vilhöll stjórnvöldum og aftökur eru enn hluti af réttarkerfinu. Í stað umræðu um mannréttindi er reynt að skapa gott andrúmsloft í samskiptum ríkjanna til að stuðla að framgangi fyrirtækja. Á fundum forseta Íslands og Kína í upphafi þessa mánaðar var til dæmis rætt um samstarf á fjölmörgum sviðum. Engar athugasemdir voru gerðar við það. Þegar Vigdís Finnbogadóttir heimsótti ráðamenn í Kína fyrir mörgum árum var spurt um mannréttindi. Hún gaf í skyn að þau væru afstæð. Þá varð allt brjálað. Nú heyrist ekki múkk. Það má færa fyrir því rök að umræðan um mannréttindi í Kína sé ekki jafn knýjandi í dag og hún var áður. Þá er ekki átt við að mannréttindi skipti ekki lengur máli. Það eru aðrar leiðir til að ná fram rétti fólks en með beinni pólitískri íhlutun. Frjáls viðskipti skipta höfuðmáli í þessari hægfara þróun. Um leið og vestrænum fyrirtækjum fjölgar í Kína eykst efnahagsleg velsæld. Kaupmáttur í stærstu borgum landsins hefur margfaldast og hagvöxtur er mikill. Réttarkerfið hefur tekið breytingum. Fyrir stuttu síðan voru samþykkt lög sem heimila einkaeignarrétt, sem er í algjörri andstöðu við hugmyndafræði Kommúnistaflokksins. Vestræn fyrirtæki hefja ekki starfsemi í Kína af mannúðarástæðum. Aukin réttindi fólks í kjölfarið eru afleiðing af gildum sem fylgja frjálsum viðskiptum. Annars myndi hið kapítalíska hagkerfi ekki ganga upp. Aukið frelsi og bætt lífskjör haldast í hendur. Stjórnvöld missa í þeirri þróun jafnt og þétt tökin á borgurunum, sem sækja réttindi sín stífar en áður. Stuðningur forseta Íslands við útrásina til Kína er líklega eitt veigamesta framlag embættisins til mannréttindabaráttunnar þar í landi. Þetta veit Ólafur Ragnar Grímsson. Markaðurinn er frelsinu öflugur skjöldur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun