Fyrir fólkið eða fjárfestana? Ögmundur Jónasson skrifar 24. nóvember 2007 00:01 Um miðja næstu viku fer fram á Alþingi önnur umræða um fjárlög, nánar tiltekið næstkomandi fimmtudag. Þá kemur í ljós að hvaða marki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður breytt frá upphaflegum drögum. Ætla má að ríkisstjórnin komi saman til fundar nú yfir helgina til að ráða ráðum sínum um það efni. Mun hún hlusta á varnaðarorð Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss? Í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði hann að „ónóg fjárframlög til opinberu heilbrigðisþjónustunnar munu óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri þættir heilbrigðisþjónustunnar flytjast út fyrir almannatrygginguna og einkarekin starfsemi eflist og einkasjúkratryggingar bjóðast. ... Afgreiðsla Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2008 mun gefa tóninn." Eftir því sem ég hef komist næst hefur framlag til Landspítala háskólasjúkrahúss ekki aukist að raungildi undanfarin sjö eða átta ár. Ríkisendurskoðun hefur af þessu tilefni fagnað mikilli framleiðniaukningu á sjúkrahúsinu. Það þýðir að hagrætt hafi verið en í sumum tilvikum hefur það verið á kostnað starfsfólksins. Í ályktun nýafstaðins aðalfundar BSRB er einmitt varað við þeirri stefnu: Ef hægt eigi að vera að manna sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatlaða, löggæsluna og aðra grunnstarfsemi í samfélaginu verði að draga úr álagi á starfsfólk og greiða því betri laun. Krafa stjornvalda um enn meiri „framleiðniaukningu" er tilræði við velferðarkerfið. Landspítalinn þarf að fá milljarð til viðbótar núverandi fjárlagatillögu til að halda í horfinu! Sama gildir um aðrar stofnanir sem hér hefur verið vísað til. Ætlar ríkisstjórnin að axla ábyrgð? Eða er hún staðráðin í því að brjóta niður velferðarþjónustuna til að byggja hana upp að nýju, einkarekna og rándýra? Afgreiðsla komandi fjárlaga er prófsteinn á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Er hún fyrir fólkið eða fjárfestana? Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Um miðja næstu viku fer fram á Alþingi önnur umræða um fjárlög, nánar tiltekið næstkomandi fimmtudag. Þá kemur í ljós að hvaða marki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður breytt frá upphaflegum drögum. Ætla má að ríkisstjórnin komi saman til fundar nú yfir helgina til að ráða ráðum sínum um það efni. Mun hún hlusta á varnaðarorð Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss? Í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði hann að „ónóg fjárframlög til opinberu heilbrigðisþjónustunnar munu óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri þættir heilbrigðisþjónustunnar flytjast út fyrir almannatrygginguna og einkarekin starfsemi eflist og einkasjúkratryggingar bjóðast. ... Afgreiðsla Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2008 mun gefa tóninn." Eftir því sem ég hef komist næst hefur framlag til Landspítala háskólasjúkrahúss ekki aukist að raungildi undanfarin sjö eða átta ár. Ríkisendurskoðun hefur af þessu tilefni fagnað mikilli framleiðniaukningu á sjúkrahúsinu. Það þýðir að hagrætt hafi verið en í sumum tilvikum hefur það verið á kostnað starfsfólksins. Í ályktun nýafstaðins aðalfundar BSRB er einmitt varað við þeirri stefnu: Ef hægt eigi að vera að manna sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatlaða, löggæsluna og aðra grunnstarfsemi í samfélaginu verði að draga úr álagi á starfsfólk og greiða því betri laun. Krafa stjornvalda um enn meiri „framleiðniaukningu" er tilræði við velferðarkerfið. Landspítalinn þarf að fá milljarð til viðbótar núverandi fjárlagatillögu til að halda í horfinu! Sama gildir um aðrar stofnanir sem hér hefur verið vísað til. Ætlar ríkisstjórnin að axla ábyrgð? Eða er hún staðráðin í því að brjóta niður velferðarþjónustuna til að byggja hana upp að nýju, einkarekna og rándýra? Afgreiðsla komandi fjárlaga er prófsteinn á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Er hún fyrir fólkið eða fjárfestana? Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar