Hefnd er efst í huga Wenger 28. janúar 2007 14:00 Arsene Wenger hefur úr takmörkuðum hópi leikmanna að velja fyrir leikinn gegn Bolton í dag vegna meiðsla og leikbanna. MYND/Getty Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira