Tyrkneski herinn segist verndari stjórnkerfisins 27. apríl 2007 21:35 Erdogan og Gul sjást hér sitja fyrir miðju borði, umkringdir flokksfélögum sínum á tyrkneska þinginu í dag. MYND/AFP Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins. Herinn telur að ef svo verði sé líklegt að stjórnin reyni að breyta um stefnu og nota trúarkenningar íslam sem grundvöll í stjórnkerfi landsins. Yfirlýsingin var óvenju harðorð. Í henni sagði að herinn væri verndari stjórnkerfisins. Flestir í hernum vilja ekki að trúarkenningar ráði stjórnkerfi landsins og að trú og stjórnmál séu aðskilin. Stjórnarandstaðan hefur þegar áfrýjað kosningunum þar sem hún segir að ekki hafi verið nógu margir þingmenn til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Alls vantaði tíu atkvæði upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu greitt atkvæði. Ef áfrýjunardómstóll fellst á kröfu stjórnarandstöðunnar verður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, lögum samkvæmt að boða til almennra kosninga. Ef að dómstóllinn hafnar henni er talið að frambjóðandi stjórnarinnar, Abdullah Gul, verði kosinn forseti í þriðju umferð kosninganna, en í þeim þarf frambjóðandi ekki að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða til þess að hljóta kosningu. Forseti Tyrklands hefur ekki jafn mikil völd og forsætisráðherrann en embættið hefur engu að síður mikla þýðingu í augum Tyrkja. Embætti forseta hefur ætíð verið í höndum þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði trúmála og stjórnmála. Forsetinn hefur þó neitunarvald og beitti síðasti forseti því oft gegn lagasetningum frá íslamistum en þeir eru í meirihluta á þinginu. Erlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins. Herinn telur að ef svo verði sé líklegt að stjórnin reyni að breyta um stefnu og nota trúarkenningar íslam sem grundvöll í stjórnkerfi landsins. Yfirlýsingin var óvenju harðorð. Í henni sagði að herinn væri verndari stjórnkerfisins. Flestir í hernum vilja ekki að trúarkenningar ráði stjórnkerfi landsins og að trú og stjórnmál séu aðskilin. Stjórnarandstaðan hefur þegar áfrýjað kosningunum þar sem hún segir að ekki hafi verið nógu margir þingmenn til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Alls vantaði tíu atkvæði upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu greitt atkvæði. Ef áfrýjunardómstóll fellst á kröfu stjórnarandstöðunnar verður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, lögum samkvæmt að boða til almennra kosninga. Ef að dómstóllinn hafnar henni er talið að frambjóðandi stjórnarinnar, Abdullah Gul, verði kosinn forseti í þriðju umferð kosninganna, en í þeim þarf frambjóðandi ekki að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða til þess að hljóta kosningu. Forseti Tyrklands hefur ekki jafn mikil völd og forsætisráðherrann en embættið hefur engu að síður mikla þýðingu í augum Tyrkja. Embætti forseta hefur ætíð verið í höndum þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði trúmála og stjórnmála. Forsetinn hefur þó neitunarvald og beitti síðasti forseti því oft gegn lagasetningum frá íslamistum en þeir eru í meirihluta á þinginu.
Erlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira