Erlent Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. Erlent 29.7.2025 11:39 Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur. Erlent 29.7.2025 10:20 Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Stjórnvöld í Kína munu á næsta ári greiða fjölskyldum 60 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Greiðslurnar verða undanþegnar skatti og telja ekki þegar kemur að útreikningi annarra bóta. Erlent 29.7.2025 10:13 „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Alþjóðasamtök sem heyra undir Sameinuðu þjóðirnar vara við versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar á Gasaströndinni, þar sem stríð hefur geisað í ríflega eitt og hálft ár. Erlent 29.7.2025 08:59 Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. Erlent 29.7.2025 08:13 Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. Erlent 29.7.2025 07:36 Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa gengist við því að hungursneyð ríki nú á Gasa og sent þau skilaboð til Ísraelsstjórnar að hleypa hjálpargögnum óhindrað inn á svæðið. Erlent 29.7.2025 07:02 Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone. Erlent 29.7.2025 06:46 Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt. Erlent 28.7.2025 17:49 Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Glæpamenn sem rændu 56 manns í Zamfara-héraði í Nígeríu hafa tekið að minnsta kosti 35 þeirra af lífi. Það gerðu þeir þrátt fyrir að hafa fengið greitt lausnarfé fyrir fólkið. Embættismenn segja flesta hinna látnu hafa verið unga og að þeim hafi verið „slátrað eins og búfénaði“. Erlent 28.7.2025 16:40 Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Paul Gallagher, eldri bróðir Oasis-liðanna Liams og Noels Gallagher, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur brot. Erlent 28.7.2025 16:12 Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Erlent 28.7.2025 15:22 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Erlent 28.7.2025 13:10 Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur hvatt lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn til að vera á varðbergi gagnvart mögulegum hópeitrunum af völdum virka THC í gegnum matvæli. Erlent 28.7.2025 13:05 Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Þrír eru látnir og fleiri slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í suðvesturhluta Þýskalands í gær. Erlent 28.7.2025 12:10 Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Erlent 28.7.2025 11:39 Semja um vopnahlé Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Erlent 28.7.2025 10:33 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Um það bil 64 prósent Breta á aldrinum 25 til 34 ára segjast myndu vilja fara á þyngdarstjórnunarlyf ef þau væru greidd af sjúkratryggingum. Hlutfallið er 41 prósent ef horft er á alla aldurshópa. Erlent 28.7.2025 08:28 Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Hið minnsta sex eru látnir í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir að maður hleypti af skotum á markaði, að sögn taílensku lögreglunnar. Erlent 28.7.2025 08:22 Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Erlent 28.7.2025 07:39 Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Stjórnvöld í Ísrael hafa tilkynnt að þau hyggist nú gera hlé á aðgerðum sínum tíu klukkustundir daglega í ótilgreindan tíma, til að greiða fyrir flutningi og dreifingu hjálpargagna á Gasa. Erlent 28.7.2025 07:00 Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. Erlent 27.7.2025 22:03 Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. Erlent 27.7.2025 08:32 Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Maður á fótknúnu þríhjóli sem braust inn á veitingastað í London og rændi þar 73 dýrum rauðvínsflöskum hefur játað sekt í þremur ákæruliðum bresku lögreglunnar. Erlent 26.7.2025 23:09 Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. Erlent 26.7.2025 10:16 Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Gregg Wallace, fyrrverandi kynnir sjónvarpsþáttanna MasterChef, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl. Wallace var sakaður um óviðeigandi talsmáta og hegðun við tökur MasterChef í fyrra. Erlent 26.7.2025 10:05 „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun Frakklands að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki skipti engu máli. Það skipti í sjálfu sér engu máli það sem Macron eða Frakkland segi um málið. Erlent 25.7.2025 20:06 „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. Erlent 25.7.2025 16:57 Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. Erlent 25.7.2025 16:19 Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. Erlent 25.7.2025 14:34 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. Erlent 29.7.2025 11:39
Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur. Erlent 29.7.2025 10:20
Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Stjórnvöld í Kína munu á næsta ári greiða fjölskyldum 60 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Greiðslurnar verða undanþegnar skatti og telja ekki þegar kemur að útreikningi annarra bóta. Erlent 29.7.2025 10:13
„Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Alþjóðasamtök sem heyra undir Sameinuðu þjóðirnar vara við versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar á Gasaströndinni, þar sem stríð hefur geisað í ríflega eitt og hálft ár. Erlent 29.7.2025 08:59
Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. Erlent 29.7.2025 08:13
Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. Erlent 29.7.2025 07:36
Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa gengist við því að hungursneyð ríki nú á Gasa og sent þau skilaboð til Ísraelsstjórnar að hleypa hjálpargögnum óhindrað inn á svæðið. Erlent 29.7.2025 07:02
Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone. Erlent 29.7.2025 06:46
Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt. Erlent 28.7.2025 17:49
Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Glæpamenn sem rændu 56 manns í Zamfara-héraði í Nígeríu hafa tekið að minnsta kosti 35 þeirra af lífi. Það gerðu þeir þrátt fyrir að hafa fengið greitt lausnarfé fyrir fólkið. Embættismenn segja flesta hinna látnu hafa verið unga og að þeim hafi verið „slátrað eins og búfénaði“. Erlent 28.7.2025 16:40
Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Paul Gallagher, eldri bróðir Oasis-liðanna Liams og Noels Gallagher, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur brot. Erlent 28.7.2025 16:12
Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Erlent 28.7.2025 15:22
Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Erlent 28.7.2025 13:10
Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur hvatt lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn til að vera á varðbergi gagnvart mögulegum hópeitrunum af völdum virka THC í gegnum matvæli. Erlent 28.7.2025 13:05
Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Þrír eru látnir og fleiri slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í suðvesturhluta Þýskalands í gær. Erlent 28.7.2025 12:10
Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Erlent 28.7.2025 11:39
Semja um vopnahlé Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku. Erlent 28.7.2025 10:33
64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Um það bil 64 prósent Breta á aldrinum 25 til 34 ára segjast myndu vilja fara á þyngdarstjórnunarlyf ef þau væru greidd af sjúkratryggingum. Hlutfallið er 41 prósent ef horft er á alla aldurshópa. Erlent 28.7.2025 08:28
Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Hið minnsta sex eru látnir í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir að maður hleypti af skotum á markaði, að sögn taílensku lögreglunnar. Erlent 28.7.2025 08:22
Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna. Erlent 28.7.2025 07:39
Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Stjórnvöld í Ísrael hafa tilkynnt að þau hyggist nú gera hlé á aðgerðum sínum tíu klukkustundir daglega í ótilgreindan tíma, til að greiða fyrir flutningi og dreifingu hjálpargagna á Gasa. Erlent 28.7.2025 07:00
Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. Erlent 27.7.2025 22:03
Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Ísraelsher hefur stöðvað skútuna Handala sem var að ferja barnaformúlu til Gasastrandarinnar. Ísraelska utanríkisráðuneytið segir sjóher landsins hafa stöðvað skútuna „frá því að sigla ólöglega inn á hafsvæði Gasastrandarinnar“ og rjúfa herkví. Erlent 27.7.2025 08:32
Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Maður á fótknúnu þríhjóli sem braust inn á veitingastað í London og rændi þar 73 dýrum rauðvínsflöskum hefur játað sekt í þremur ákæruliðum bresku lögreglunnar. Erlent 26.7.2025 23:09
Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Ráðamenn í Kambódíu hafa gert gert ákall eftir tafarlausu vopnahléi eftir að til átaka kom á landamærum Kambódíu og Taílands. Forsætisráðherra Taílands varar við því að átökin gætu færst nær stríði. Erlent 26.7.2025 10:16
Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Gregg Wallace, fyrrverandi kynnir sjónvarpsþáttanna MasterChef, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl. Wallace var sakaður um óviðeigandi talsmáta og hegðun við tökur MasterChef í fyrra. Erlent 26.7.2025 10:05
„Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun Frakklands að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki skipti engu máli. Það skipti í sjálfu sér engu máli það sem Macron eða Frakkland segi um málið. Erlent 25.7.2025 20:06
„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. Erlent 25.7.2025 16:57
Lýsa yfir herlögum í Taílandi Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín. Erlent 25.7.2025 16:19
Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. Erlent 25.7.2025 14:34