Erlent

Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal

Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda.

Erlent

Car­n­ey og Frjáls­lyndir fóru með sigur af hólmi

Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum.

Erlent

Spennan eykst milli Ind­lands og Pakistan

Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað.

Erlent

Allt í rugli á Rauða­hafi

Orrustuþota bandaríska hersins, af gerðinni F/A-18 Super Hornet, féll í sjóinn og sökk niður á botn Rauðahafs. Bandaríski sjóherinn greinir frá þessu, en þetta er í þriðja skiptið á skömmum tíma sem mál tengd sama flugmóðurskipinu komast í fréttir.

Erlent

Hvetur Kanada­menn að kjósa sig

Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann.

Erlent

Páfa­kjör hefst í næstu viku

Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa ákveðið að páfakjörsfundur til þess að velja eftirmann Frans páfa hefjist miðvikudaginn 7. maí. Þeir vilja ná að kynnast betur og ná samhljómi um nýjan páfa áður en kjörið hefst.

Erlent

Kjör­dagur fram­undan í Kanada

Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna.

Erlent

Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian

Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið.

Erlent

Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað

Ellefu eru látnir og tugir slasaðir eftir að maður ók á hóp fólks í Kanada. Yngsta fórnarlambið var fimm ára gamalt barn. Hópurinn var að fagna degi Lapu Lapu, hátíðisdegi Filippseyinga.

Erlent

Rúmur helmingur ó­hress með Trump

Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar.

Erlent

Fram­tíðin sé járn­tjald frá Finn­landi niður að Svarta­hafi

Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki.

Erlent

Gröf Frans páfa opin gestum

Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær.

Erlent

Segir Pútin ekki vilja enda stríðið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum

Erlent