Útgáfudagur Halo 3 16. maí 2007 14:09 MYND/halo3.com Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn, sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Halo 3 er þriðji Halo leikurinn frá Microsoft. Fyrri tveir leikirnir Halo og Halo 2 hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Halo 3 heldur barátta framtíðarhermanna áfram við geimverur í geysilegu stríði sem senn tekur á enda. Búist er við því að leikurinn verði sterkt vopn í höndum Microsoft gegn Sony og Nintendo í stríði um yfirráð á leikjatölvumarkaðnum sem metinn er á um 30 milljarða dollara. Fyrsti Halo leikurinn kom út í nóvember árið 2001 á sama tíma og fyrsta Xbox tölvan. Halo var ein af ástæðum þess að Xbox náði fótfestu á markaðnum. Halo 2 kom út í nóvember árið 2004 og seldist fyrir um 125 milljónir dollara á fyrsta degi. Með því að gefa nýja leikinn út í september vonast Microsoft til þess að auka við notendafjölda sinn fyrir jólavertíðina sem er risastór á þessum markaði. Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið
Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn, sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Halo 3 er þriðji Halo leikurinn frá Microsoft. Fyrri tveir leikirnir Halo og Halo 2 hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Halo 3 heldur barátta framtíðarhermanna áfram við geimverur í geysilegu stríði sem senn tekur á enda. Búist er við því að leikurinn verði sterkt vopn í höndum Microsoft gegn Sony og Nintendo í stríði um yfirráð á leikjatölvumarkaðnum sem metinn er á um 30 milljarða dollara. Fyrsti Halo leikurinn kom út í nóvember árið 2001 á sama tíma og fyrsta Xbox tölvan. Halo var ein af ástæðum þess að Xbox náði fótfestu á markaðnum. Halo 2 kom út í nóvember árið 2004 og seldist fyrir um 125 milljónir dollara á fyrsta degi. Með því að gefa nýja leikinn út í september vonast Microsoft til þess að auka við notendafjölda sinn fyrir jólavertíðina sem er risastór á þessum markaði.
Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið