Veigar með stórleik og Stabæk fékk silfrið - Start féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2007 18:43 Veigar Páll skoraði tvívegis í dag. Nordic Photos / Getty Images Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö og lagði upp önnur tvö er Stabæk vann Strömsgodset, 5-0, og tryggði sér þar með annað sæti deildarinnar. Start, lið Jóhannesar Harðarsonar, féll í 1. deildina eftir 4-1 tap fyrir Lyn. Veigar skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og lagði svo annað mark liðsins upp fyrir Daniel Nannskog átta mínútum síðar. Veigar Páll skoraði svo fjórða mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu og lagði svo upp fimmta markið en Jon Inge Hoiland skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Veigars úr aukaspyrnu. Veigar fékk svo gullið tækifæri til að skora þrennu er hann fékk gott skotfæri undir lok leiksins. Skotið var hins vegar rétt framhjá. Þetta var lokaumferð tímabilsins í Noregi en Brann var þegar búið að tryggja sér titilinn. Stabæk náði öðru sætinu með 48 stig og var sex stigum á eftir Brann sem tapaði, 3-0, fyrir Tromsö á útivelli í dag. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann en Kristján Örn Sigurðsson var hvíldur. Hann kom að vísu inn á sem varamaður á 72. mínútu. Ármann Smári Björnsson var einnig í byrjunarliði Brann og lék allan leikinn. Viking lenti í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Vålerenga. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Vålerenga en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á bekknum og kom inn á 68. mínútu. Hjá Viking var Hannes Þ. Sigurðsson á bekknum og lék síðustu ellefu mínútur leiksins. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking. Indriði Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Lyn sem vann 4-1 sigur á Start. Jóhannes Þór Harðarson var ekki í leikmannahópi Start sem féll um deild í dag þar sem Odd Grenland vann 2-0 sigur á Fredrikstad. Garðar Jóhannsson kom inn á í hálfleik í liði Fredrikstad. Odd Grenland mætir nú þriðja efsta liðinu úr norsku 1. deildinni í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hitt liðið sem féll var Sandefjord en það gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í kveðjuleik sínum í dag. Viktor Bjarki Arnarsson sat allan tímann á bekknum í dag og fékk því ekkert að spreyta sig á tímabilinu hjá Lilleström. Guðmundur Pétursson kom heldur ekki við sögu og var hann allan tímann á bekknum hjá Sandefjord. Þá vann Rosenborg 2-1 sigur á Álasundi. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund. Lokastaðan í deildinni: 1. Brann 54 stig 2. Stabæk 48 3. Viking 47 4. Lilleström 44 5. Rosenborg 41 6. Tromsö 40 7. Vålerenga 36 8. Fredrikstad 36 9. Lyn 34 10. Strömsgodset 30 11. Álasund 30 12. Odd Grenland 27 13. Start 26 14. Sandefjord 16
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira