Aldrei of seint Davíð Þór Jónsson skrifar 6. janúar 2008 07:00 Nú í vikunni horfði ég með öðru auganu á breskan sjónvarpsþátt um ekkjumann sem varð ástfanginn, en varð að gefa konuna sem hann unni upp á bátinn af því að uppkomnum börnum hans leist ekki á ráðahaginn. Þeim fannst hann svíkja móður þeirra með því að bera tilfinningar til annarrar konu, rétt eins og þeim sem komnir eru yfir móðuna miklu sé það sérstakt kappsmál að eftirlifandi ástvinir þeirra eyði því sem þeir eiga eftir ólifað í eymd og sút yfir brotthvarfi þeirra. Þegar hann benti á að hann ætti sér enn drauma og þrár hreytti ein dætra hans í hann að hann væri fjörutíu og þriggja ára. Í orðunum lá að á þeim aldri væri heiðvirt fólk vaxið upp úr svoleiðis vitleysu. Þetta hafði djúp áhrif á mig. Ég varð nefnilega fjörutíu og þriggja ára í gær. Þegar ég var skiptinemi í Bandaríkjunum var mér úthlutað ritgerðarverkefninu „Ég árið 2000". Þetta var haustið 1983, ég var átján ára og árið 2000 var í fjarlægri framtíð. Mér fannst að þá hlyti ég að vera kominn á minn stað í lífinu, þá yrði orðið fullljóst hvað úr mér yrði. Það er skemmst frá að segja að mér skjátlaðist hrapallega um framtíð mína. Í ritgerðinni var ég virtur kvikmyndaleikstjóri, ég hafði komið íslenskri kvikmyndagerð á heimskortið með ódauðlegum meistaraverkum og bjó ásamt fullkominni eiginkonu minni og sæg barna í glæsivillu í Öskjuhlíðinni. Raunin varð sú að bæði villan og leikstjóraferlinn voru langt utan seilingar árið 2000. Þá var ég 35 ára. Þá hvarflaði ekki að mér að 35 ára maður á alla jafna tvo þriðju hluta starfsævinnar framundan, menntaður kvikmyndaleikstjóri sennilega enn meira, líklega ekki minna en þrjá fjórðu. Þaðan af síður flögraði sú hugsun að mér að það væri sorglegt hlutskipti að vera búinn með helstu stórvirki sín í lífinu á þeim aldri og þurfa að verja lunganum af starfsævinni í skugga þeirra. Í raun var ég enn þröngsýnni en stúlkan í sjónvarpsþættinum. Mér fannst að þrjátíu og fimm ára ætti maður að vera orðinn eins og maður yrði (þ .e. full-orðinn) og hjakka í sama farinu upp frá því, af því að á þeim aldri tæki því ekki að byrja á einhverju nýju, verða ástfanginn eða skipta um starfsvettvang. Núna efast ég um að ég hafi nokkurn tímann verið jafnfeginn að hafa rangt fyrir mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun
Nú í vikunni horfði ég með öðru auganu á breskan sjónvarpsþátt um ekkjumann sem varð ástfanginn, en varð að gefa konuna sem hann unni upp á bátinn af því að uppkomnum börnum hans leist ekki á ráðahaginn. Þeim fannst hann svíkja móður þeirra með því að bera tilfinningar til annarrar konu, rétt eins og þeim sem komnir eru yfir móðuna miklu sé það sérstakt kappsmál að eftirlifandi ástvinir þeirra eyði því sem þeir eiga eftir ólifað í eymd og sút yfir brotthvarfi þeirra. Þegar hann benti á að hann ætti sér enn drauma og þrár hreytti ein dætra hans í hann að hann væri fjörutíu og þriggja ára. Í orðunum lá að á þeim aldri væri heiðvirt fólk vaxið upp úr svoleiðis vitleysu. Þetta hafði djúp áhrif á mig. Ég varð nefnilega fjörutíu og þriggja ára í gær. Þegar ég var skiptinemi í Bandaríkjunum var mér úthlutað ritgerðarverkefninu „Ég árið 2000". Þetta var haustið 1983, ég var átján ára og árið 2000 var í fjarlægri framtíð. Mér fannst að þá hlyti ég að vera kominn á minn stað í lífinu, þá yrði orðið fullljóst hvað úr mér yrði. Það er skemmst frá að segja að mér skjátlaðist hrapallega um framtíð mína. Í ritgerðinni var ég virtur kvikmyndaleikstjóri, ég hafði komið íslenskri kvikmyndagerð á heimskortið með ódauðlegum meistaraverkum og bjó ásamt fullkominni eiginkonu minni og sæg barna í glæsivillu í Öskjuhlíðinni. Raunin varð sú að bæði villan og leikstjóraferlinn voru langt utan seilingar árið 2000. Þá var ég 35 ára. Þá hvarflaði ekki að mér að 35 ára maður á alla jafna tvo þriðju hluta starfsævinnar framundan, menntaður kvikmyndaleikstjóri sennilega enn meira, líklega ekki minna en þrjá fjórðu. Þaðan af síður flögraði sú hugsun að mér að það væri sorglegt hlutskipti að vera búinn með helstu stórvirki sín í lífinu á þeim aldri og þurfa að verja lunganum af starfsævinni í skugga þeirra. Í raun var ég enn þröngsýnni en stúlkan í sjónvarpsþættinum. Mér fannst að þrjátíu og fimm ára ætti maður að vera orðinn eins og maður yrði (þ .e. full-orðinn) og hjakka í sama farinu upp frá því, af því að á þeim aldri tæki því ekki að byrja á einhverju nýju, verða ástfanginn eða skipta um starfsvettvang. Núna efast ég um að ég hafi nokkurn tímann verið jafnfeginn að hafa rangt fyrir mér.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun