Friður í krafti kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2008 00:01 Tvær af fyrstu ferðum mínum sem utanríkisráðherra á erlenda grundu voru til Afríku annars vegar og Mið-Austurlanda hins vegar. Ástæðan var sú að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála, auk þess sem ríkisstjórnin harmaði þar stríðsreksturinn í Írak. Í arf frá fyrri ríkisstjórnum fengum við það verkefni að leiða til lykta með sóma framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Ísland fer nú með forystuhlutverk fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríki í Alþjóðabankanum. Andspænis slíkum verkefnum dugir ekki annað en að kynnast frá fyrstu hendi aðstæðum og bakgrunni brýnustu úrlausnarefna þessara alþjóðastofnana, bakgrunni þeirra mála sem stöðugt eru þar efst á dagskrá. Í ferðinni til Mið-Austurlanda kynnti ég mér sérstaklega aðstæður flóttamanna frá Írak sem þá var talið að væru tvær milljónir, einkum í Jórdaníu og Sýrlandi. Í framhaldinu ákvað Ísland sérstakt fjárframlag til stuðnings þess að írösk flóttabörn kæmust í skóla en móttaka flóttamanna frá Írak var einnig skoðuð. Þá samþykkti ríkisstjórnin í kjölfar ferðarinnar aðgerðaáætlun Íslands um Mið-Austurlönd sem felur m.a. í sér stóraukin framlög til alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka í Palestínu og aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Þannig er Íslendingur nú kominn til starfa í Líbanon fyrir UNWRA flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn og brátt fer jafnréttissérfræðingur til Sýrlands til að starfa þar að málefnum flóttamanna frá Írak. Staða stríðandi fylkingaMið-Austurlönd eru púðurtunna heimsins og enginn getur lokað augum fyrir mikilvægi þess að deilan um hernumdu svæðin fái varanlega úrlausn. Formlegt friðarferli hófst í Annapolis í nóvember en það hefur enn ekki leitt til stillu á svæðinu, þvert á móti hefur ástandið versnað. Það eru vonbrigði að Ísraelsmenn hafi ekki linað tökin á hernumdu svæðunum. Í símtali við Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels fyrir nokkrum dögum lýsti ég sérstaklega áhyggjum af þeirri hörku sem sýnd er almennum borgurum á Gaza ströndinni. Að sama skapi verður að fordæma auknar eldflaugaárásir frá Gaza sem bitna á almennum borgurum í Ísrael. Hvað þarf til að skapa trúverðugt friðarferli?Alþjóðasamfélagið hefur lært af friðarumleitunum síðustu ára meðal annars á Írlandi og í Líberíu að forsenda árangurs er stuðningur borgaralegs samfélags og aðkoma fleiri en hefðbundinna pólitískra leiðtoga að samningaborði. Aðeins þannig nær hið pólitíska umboð að vera nægilega sterkt til að samningar haldi og aðeins þannig komast þau málefni til umræðu sem breikkað geta myndina og opnað glufur. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skap frið og öryggi í aðildarríkjum og alþjóðasamfélagi. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli reynsluraka sem sanna að með aukinni þátttöku kvenna næst meiri árangur. Ísland hefur gert ályktun 1325 að áherslumáli í framboði sínu til öryggisáðsis. Friðarráð Ísraelskra og Palestínskra kvennaÁ fundi í Betlehem í sumar kynntist ég friðarráði palestínskra og ísraelskra kvenna er kallast International Women"s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace þar sem áhrifakonur frá Palestínu, Ísrael og ýmsum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna taka þátt. Friðarráðið starfar undir verndarvæng UNIFEM og nokkrir kvenleiðtogar, eins og forseti Finnlands, forseti Líberíu og forsætisráðherra Nýja Sjálands eru einnig heiðursfélagar. Í kjölfar ferðar minnar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að bætast í þennan hóp, Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna samfélaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágreiningsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum samkomulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Þær sögðu mér að ekki hafi gengið þrautalaust að ná samningum. Þetta sýni hins vegar að til séu leiðir til úrlausnar auk sem þær vona að reynsla þeirra og þekking komi að notum í samningaferlinu. Ég vil beita mér fyrir því að rödd þessara kvenna fái hljómgrunn á alþjóðavettvangi og hef þegar talað máli þeirra á grundvelli ályktunar öryggisráðsins númer 1325. Helsta áskorunin felst í að finna raunhæfar leiðir til að þetta geti orðið að veruleika. Alþjóðasamfélagið er aðili að friðarferlinu, t.d. í gegnum öryggisráð SÞ, sem gæti, ef viljinn er fyrir hendi, auðveldað aðkomu IWC. Fulltrúar IWC, Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakonu frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru staddar hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins og halda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu miðvikudaginn 20. febrúar. Hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemi þessara samtaka og fá upplýsingar um ástandið á hernumdu svæðunum og í Ísrael frá fyrstu hendi.Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Tvær af fyrstu ferðum mínum sem utanríkisráðherra á erlenda grundu voru til Afríku annars vegar og Mið-Austurlanda hins vegar. Ástæðan var sú að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála, auk þess sem ríkisstjórnin harmaði þar stríðsreksturinn í Írak. Í arf frá fyrri ríkisstjórnum fengum við það verkefni að leiða til lykta með sóma framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Ísland fer nú með forystuhlutverk fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríki í Alþjóðabankanum. Andspænis slíkum verkefnum dugir ekki annað en að kynnast frá fyrstu hendi aðstæðum og bakgrunni brýnustu úrlausnarefna þessara alþjóðastofnana, bakgrunni þeirra mála sem stöðugt eru þar efst á dagskrá. Í ferðinni til Mið-Austurlanda kynnti ég mér sérstaklega aðstæður flóttamanna frá Írak sem þá var talið að væru tvær milljónir, einkum í Jórdaníu og Sýrlandi. Í framhaldinu ákvað Ísland sérstakt fjárframlag til stuðnings þess að írösk flóttabörn kæmust í skóla en móttaka flóttamanna frá Írak var einnig skoðuð. Þá samþykkti ríkisstjórnin í kjölfar ferðarinnar aðgerðaáætlun Íslands um Mið-Austurlönd sem felur m.a. í sér stóraukin framlög til alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka í Palestínu og aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Þannig er Íslendingur nú kominn til starfa í Líbanon fyrir UNWRA flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn og brátt fer jafnréttissérfræðingur til Sýrlands til að starfa þar að málefnum flóttamanna frá Írak. Staða stríðandi fylkingaMið-Austurlönd eru púðurtunna heimsins og enginn getur lokað augum fyrir mikilvægi þess að deilan um hernumdu svæðin fái varanlega úrlausn. Formlegt friðarferli hófst í Annapolis í nóvember en það hefur enn ekki leitt til stillu á svæðinu, þvert á móti hefur ástandið versnað. Það eru vonbrigði að Ísraelsmenn hafi ekki linað tökin á hernumdu svæðunum. Í símtali við Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels fyrir nokkrum dögum lýsti ég sérstaklega áhyggjum af þeirri hörku sem sýnd er almennum borgurum á Gaza ströndinni. Að sama skapi verður að fordæma auknar eldflaugaárásir frá Gaza sem bitna á almennum borgurum í Ísrael. Hvað þarf til að skapa trúverðugt friðarferli?Alþjóðasamfélagið hefur lært af friðarumleitunum síðustu ára meðal annars á Írlandi og í Líberíu að forsenda árangurs er stuðningur borgaralegs samfélags og aðkoma fleiri en hefðbundinna pólitískra leiðtoga að samningaborði. Aðeins þannig nær hið pólitíska umboð að vera nægilega sterkt til að samningar haldi og aðeins þannig komast þau málefni til umræðu sem breikkað geta myndina og opnað glufur. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skap frið og öryggi í aðildarríkjum og alþjóðasamfélagi. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli reynsluraka sem sanna að með aukinni þátttöku kvenna næst meiri árangur. Ísland hefur gert ályktun 1325 að áherslumáli í framboði sínu til öryggisáðsis. Friðarráð Ísraelskra og Palestínskra kvennaÁ fundi í Betlehem í sumar kynntist ég friðarráði palestínskra og ísraelskra kvenna er kallast International Women"s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace þar sem áhrifakonur frá Palestínu, Ísrael og ýmsum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna taka þátt. Friðarráðið starfar undir verndarvæng UNIFEM og nokkrir kvenleiðtogar, eins og forseti Finnlands, forseti Líberíu og forsætisráðherra Nýja Sjálands eru einnig heiðursfélagar. Í kjölfar ferðar minnar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að bætast í þennan hóp, Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna samfélaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágreiningsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum samkomulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Þær sögðu mér að ekki hafi gengið þrautalaust að ná samningum. Þetta sýni hins vegar að til séu leiðir til úrlausnar auk sem þær vona að reynsla þeirra og þekking komi að notum í samningaferlinu. Ég vil beita mér fyrir því að rödd þessara kvenna fái hljómgrunn á alþjóðavettvangi og hef þegar talað máli þeirra á grundvelli ályktunar öryggisráðsins númer 1325. Helsta áskorunin felst í að finna raunhæfar leiðir til að þetta geti orðið að veruleika. Alþjóðasamfélagið er aðili að friðarferlinu, t.d. í gegnum öryggisráð SÞ, sem gæti, ef viljinn er fyrir hendi, auðveldað aðkomu IWC. Fulltrúar IWC, Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakonu frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru staddar hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins og halda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu miðvikudaginn 20. febrúar. Hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemi þessara samtaka og fá upplýsingar um ástandið á hernumdu svæðunum og í Ísrael frá fyrstu hendi.Höfundur er utanríkisráðherra.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar