Enn rembist Framsókn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 25. júlí 2008 00:01 Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagnrýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti-flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystumanna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tímamótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta.. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagnrýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti-flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystumanna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tímamótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta.. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar