Jólalestin lögð af stað 13. desember 2008 16:38 Ljósum prýddir Coca-Cola trukkar Vífilfells keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í dag. Jólalestin hélt af stað fyrir um klukkutíma frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi. Hún mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins með stuttri viðkomu í Smáralind kl. 18:00. Þaðan verður ferðinni áfram haldið til kl. 20:00, en þá lýkur rúmlega 100 km löngu ferðalagi Jólalestarinnar á Stuðlahálsi, á sama stað og ferðin hófst. Jólalestin samanstendur af fimm stórum flutningabílum, sem skreyttir eru með rúmlega tveim kílómetrum af ljósaseríum. Það tekur starfsmenn Vífilfells yfir 10 klukkutíma að skreyta bílana og hjálpast allir að. Jólalestin spilar öll þekktustu jólalögin á ferð sinni um borgina og dugir ekkert minna en sama hljóðkerfi og notað er á stórtónleikum í Laugardalshöll, til koma tónum Jólalestarinnar til skila. Það ætti því ekki að fara á milli mála hvenær hún er komin í þitt hverfi. Það er orðinn fastur punktur í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna að fylgjast með Jólalestinni. Sumir safnast saman á ákveðnum stöðum þar sem lestin á leið um, en aðrir kjósa að fylgjast með henni af svölunum eða út um glugga. Talið er að á milli 10-15.000 manns fylgist með ferð lestarinnar um höfuðborgarsvæðið. Ung börn í fylgd foreldra sinna eru áberandi meðal þeirra sem fylgjast með lestinni, enda jólin þeirra hátíð og spennan og eftirvæntingin mikil í desembermánuði. Lestin verður í Spönginni í Grafarvogi um kl.16 og á Laugaveginum kl.17. Jólasveinnin verður í fremsta bílnum og veifar til barnanna. Nánari leiðarlýsingu Jólalestarinnar má finna hér. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Jólalestin ekur rólega í lögreglufylgd og björgunarsveitarmenn munu ganga meðfram henni við stærstu verslunarkjarna og á Laugaveginum þar sem fólk safnast saman, til að draga úr slysahættu. Jólafréttir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Ljósum prýddir Coca-Cola trukkar Vífilfells keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í dag. Jólalestin hélt af stað fyrir um klukkutíma frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi. Hún mun ferðast um helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins með stuttri viðkomu í Smáralind kl. 18:00. Þaðan verður ferðinni áfram haldið til kl. 20:00, en þá lýkur rúmlega 100 km löngu ferðalagi Jólalestarinnar á Stuðlahálsi, á sama stað og ferðin hófst. Jólalestin samanstendur af fimm stórum flutningabílum, sem skreyttir eru með rúmlega tveim kílómetrum af ljósaseríum. Það tekur starfsmenn Vífilfells yfir 10 klukkutíma að skreyta bílana og hjálpast allir að. Jólalestin spilar öll þekktustu jólalögin á ferð sinni um borgina og dugir ekkert minna en sama hljóðkerfi og notað er á stórtónleikum í Laugardalshöll, til koma tónum Jólalestarinnar til skila. Það ætti því ekki að fara á milli mála hvenær hún er komin í þitt hverfi. Það er orðinn fastur punktur í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna að fylgjast með Jólalestinni. Sumir safnast saman á ákveðnum stöðum þar sem lestin á leið um, en aðrir kjósa að fylgjast með henni af svölunum eða út um glugga. Talið er að á milli 10-15.000 manns fylgist með ferð lestarinnar um höfuðborgarsvæðið. Ung börn í fylgd foreldra sinna eru áberandi meðal þeirra sem fylgjast með lestinni, enda jólin þeirra hátíð og spennan og eftirvæntingin mikil í desembermánuði. Lestin verður í Spönginni í Grafarvogi um kl.16 og á Laugaveginum kl.17. Jólasveinnin verður í fremsta bílnum og veifar til barnanna. Nánari leiðarlýsingu Jólalestarinnar má finna hér. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. Jólalestin ekur rólega í lögreglufylgd og björgunarsveitarmenn munu ganga meðfram henni við stærstu verslunarkjarna og á Laugaveginum þar sem fólk safnast saman, til að draga úr slysahættu.
Jólafréttir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira