Tók fiskinn loks í sátt 28. nóvember 2008 06:00 Finnbogi ljósmyndari fær ráðleggingar hjá Friðriki V. við val á saltfiski í réttinn góða, en þeir unnu ásamt Júlíusi Júlíussyni að matreiðslubókinni Meistarinn og áhugamaðurinn. mynd/Finnbogi marinósson Ljósmyndarinn Finnbogi Marinósson tók allar ljósmyndir í matreiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Bókin kom út fyrir skemmstu og segist Finnbogi nýr og betri maður í eldhúsinu eftir. „Við undirbúning bókarinnar fékk ég alveg nýja sýn á fisk og lærði að hann getur verið veislumatur,“ segir Finnbogi en hann gefur lesendum Fréttablaðsins einfalda uppskrift að ljúffengum saltfiski. „Áður hefði ég aldrei pantað mér fisk á matsölustað, fannst það bara kjánalegt. Ég er svona kjötkarl að upplagi og elst upp við soðinn fisk og kartöflur svo fiskur var hversdagsmatur fyrir mér. En nú er þessi saltfisksréttur eitthvað sem ég elda sjálfur og býð fólki í mat. Það er búið að umpóla þeirri hugmynd minni að ef eitthvað á að elda flott þá þurfi það að vera kjöt.“ Spurður hvort hann sé þá duglegur að elda og bjóða fólki heim segist hann mjög duglegur að bjóða fólki í mat, færri sögum hafi hins vegar farið af eldamennskunni fram að þessu. Þó hefur það verið fastur liður á þakkargjörðarhátíðinni að Finnbogi eldi kalkún. „Þetta er sennilega fjórtánda árið í röð sem ég tek mér frí eftir hádegið og elda kalkúninn fyrir veislu um kvöldið. En óneitanlega hef ég tekið við mér í eldamennskunni eftir að hafa unnið að bókinni. Eins og flestir karlmenn vildi ég helst gera eitthvað tiltölulega einfalt og öruggt, eins og að taka kjöt upp, setja á grill og taka af grillinu. Karlmenn eru einfaldar sálir. En eftir að hafa kynnst þeim strákum Friðriki V. og Júlíusi er ég farinn að nálgast hráefni á allt annan hátt. Ég er farinn að snerta það, prófa og skilja af hverju hlutirnir eru svona en ekki hinsegin.“ Fjölskyldan er að vonum ánægð með nýja framtakssemi Finnboga í eldhúsinu og renna réttir hans ljúflega niður. „Fjölskyldan er Arna Heiðmar kennari og Heiða Jóhanna, sex ára, og þær eru ánægðar með breyttan mann, sérstaklega eldri konan sem brosir út að eyrum,“ segir Finnbogi hlæjandi. „Ég tek þó fram að uppvaskið hefur alltaf verið mín deild.“ Uppskrift Finnboga að saltfiskinum er að finna á næstu síðu. heida@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið
Ljósmyndarinn Finnbogi Marinósson tók allar ljósmyndir í matreiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Bókin kom út fyrir skemmstu og segist Finnbogi nýr og betri maður í eldhúsinu eftir. „Við undirbúning bókarinnar fékk ég alveg nýja sýn á fisk og lærði að hann getur verið veislumatur,“ segir Finnbogi en hann gefur lesendum Fréttablaðsins einfalda uppskrift að ljúffengum saltfiski. „Áður hefði ég aldrei pantað mér fisk á matsölustað, fannst það bara kjánalegt. Ég er svona kjötkarl að upplagi og elst upp við soðinn fisk og kartöflur svo fiskur var hversdagsmatur fyrir mér. En nú er þessi saltfisksréttur eitthvað sem ég elda sjálfur og býð fólki í mat. Það er búið að umpóla þeirri hugmynd minni að ef eitthvað á að elda flott þá þurfi það að vera kjöt.“ Spurður hvort hann sé þá duglegur að elda og bjóða fólki heim segist hann mjög duglegur að bjóða fólki í mat, færri sögum hafi hins vegar farið af eldamennskunni fram að þessu. Þó hefur það verið fastur liður á þakkargjörðarhátíðinni að Finnbogi eldi kalkún. „Þetta er sennilega fjórtánda árið í röð sem ég tek mér frí eftir hádegið og elda kalkúninn fyrir veislu um kvöldið. En óneitanlega hef ég tekið við mér í eldamennskunni eftir að hafa unnið að bókinni. Eins og flestir karlmenn vildi ég helst gera eitthvað tiltölulega einfalt og öruggt, eins og að taka kjöt upp, setja á grill og taka af grillinu. Karlmenn eru einfaldar sálir. En eftir að hafa kynnst þeim strákum Friðriki V. og Júlíusi er ég farinn að nálgast hráefni á allt annan hátt. Ég er farinn að snerta það, prófa og skilja af hverju hlutirnir eru svona en ekki hinsegin.“ Fjölskyldan er að vonum ánægð með nýja framtakssemi Finnboga í eldhúsinu og renna réttir hans ljúflega niður. „Fjölskyldan er Arna Heiðmar kennari og Heiða Jóhanna, sex ára, og þær eru ánægðar með breyttan mann, sérstaklega eldri konan sem brosir út að eyrum,“ segir Finnbogi hlæjandi. „Ég tek þó fram að uppvaskið hefur alltaf verið mín deild.“ Uppskrift Finnboga að saltfiskinum er að finna á næstu síðu. heida@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning