Ber að ofan á BMX 13. maí 2008 07:30 Emil Þór Guðmundsson hættir ekki að leika sér þó hann eldist. Fréttablaðið/GVA BMX hjólamenningin á Íslandi lætur ekki mikið fyrir sér fara en þó fer áhuginn á íþróttinni vaxandi. Emil Þór Guðmundsson er BMX töffari í húð og hár. Hann segist hafa hjólað síðan hann man eftir sér og vill meina að hann sé faðir BMX á Íslandi. „Ég hef alltaf verið að hjóla. Maður hefur gaman af þessu og hættir ekkert að leika sér þó maður eldist," segir hann. Emil segir hóp fimmtán til tuttugu einstaklinga á aldrinum 16 - 30 ára hittast reglulega til að hjóla saman og áhuginn á sportinu sé að aukast. Aðstöðuleysi hrjái þó hópinn en það sé allt að koma til. „Fólk vill ekki sjá svona villinga," segir hann kankvís. „Við erum í óþökk margra þar sem við komum okkur fyrir en einhversstaðar verða vondir að vera. Við erum fyrst og fremst að stökkva og aðstaðan sem við þurfum er svipuð og hjólabrettapallarnir, bara stærri. Við höfum notað allt sem við komumst í undanfarið og höfum núna komið okkur upp leynistað." Undanfarin ár hafði hópurinn hjólað og staðið fyrir sýningum við rætur Öskjuhlíðar þangað til byggingaframkvæmdir hófust þar fyrir nokkru. Aðspurður hvort þessi íþrótt sé hættuleg svarar Emil því til að það sé alveg hægt að slasa sig. „Menn snúa sér í hringi, fara í heljarstökk og gera allt sem þeim dettur í hug. Það er hægt að brjóta bein og fá falleg ör en það eru þá bara fleiri góðar sögur að segja frá." Emil segir félagsskapinn samheldinn og hafa þau meðal annars farið saman til útlanda að hjóla. Í sumar eru svo framundan tvenn mót, annað í Fífunni í Kópavogi þann 17. maí og hitt niðri í fjöru í Kópavoginum 31. maí. Þar verða stig gefin fyrir búninga, stíl og stökk sem enda úti í sjó. Þegar Emil er inntur eftir fatatískunni í BMX sportinu segir hann best að vera ber að ofan. heida@frettabladid.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið
BMX hjólamenningin á Íslandi lætur ekki mikið fyrir sér fara en þó fer áhuginn á íþróttinni vaxandi. Emil Þór Guðmundsson er BMX töffari í húð og hár. Hann segist hafa hjólað síðan hann man eftir sér og vill meina að hann sé faðir BMX á Íslandi. „Ég hef alltaf verið að hjóla. Maður hefur gaman af þessu og hættir ekkert að leika sér þó maður eldist," segir hann. Emil segir hóp fimmtán til tuttugu einstaklinga á aldrinum 16 - 30 ára hittast reglulega til að hjóla saman og áhuginn á sportinu sé að aukast. Aðstöðuleysi hrjái þó hópinn en það sé allt að koma til. „Fólk vill ekki sjá svona villinga," segir hann kankvís. „Við erum í óþökk margra þar sem við komum okkur fyrir en einhversstaðar verða vondir að vera. Við erum fyrst og fremst að stökkva og aðstaðan sem við þurfum er svipuð og hjólabrettapallarnir, bara stærri. Við höfum notað allt sem við komumst í undanfarið og höfum núna komið okkur upp leynistað." Undanfarin ár hafði hópurinn hjólað og staðið fyrir sýningum við rætur Öskjuhlíðar þangað til byggingaframkvæmdir hófust þar fyrir nokkru. Aðspurður hvort þessi íþrótt sé hættuleg svarar Emil því til að það sé alveg hægt að slasa sig. „Menn snúa sér í hringi, fara í heljarstökk og gera allt sem þeim dettur í hug. Það er hægt að brjóta bein og fá falleg ör en það eru þá bara fleiri góðar sögur að segja frá." Emil segir félagsskapinn samheldinn og hafa þau meðal annars farið saman til útlanda að hjóla. Í sumar eru svo framundan tvenn mót, annað í Fífunni í Kópavogi þann 17. maí og hitt niðri í fjöru í Kópavoginum 31. maí. Þar verða stig gefin fyrir búninga, stíl og stökk sem enda úti í sjó. Þegar Emil er inntur eftir fatatískunni í BMX sportinu segir hann best að vera ber að ofan. heida@frettabladid.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning