Sony býst við minni hagnaði 23. október 2008 09:31 Hamingjusamir viðskiptavinir í Tókýó með leikjatölvuna PlayStation 3. Mynd/AP Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið
Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið