Microsoft hressir upp á Xbox í samkeppninni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2008 20:22 Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá. Leikjavísir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið
Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá.
Leikjavísir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið