Nauðsynlegar „viðbragðsáætlanir“ Þráinn Bertelsson skrifar 9. júní 2008 06:00 Nú er í mörg horn að líta hjá yfirvöldum. Meðal annars þarf að setja upp „viðbragðsáætlun" við innrás hungraðra hvítabjarna, heimskautarefa, rostunga og jafnvel vaxtahækkana og verðbólgu í landið. „Viðbragðsáætlanir" felast í því hvernig „viðbragð" sé best að taka þegar eitthvað gerist sem ekki á að gerast. Sumar „viðbragðsáætlanir" hafa gefið afbragðsgóða raun. Til dæmis þegar glæpasamsteypur eins og „Hells Angels" taka upp á því að senda fulltrúa sína til Íslands til að innvígja nýja fáráðlinga í selskapinn. Þá fer löggan til Keflavíkur og snýr hinum óvelkomnu gestum aftur heim til sín í sollinn. Þetta sýnir að til eru skynsamlegar „viðbragðsáætlanir" og slíkum áætlunum mætti fjölga til muna. Til dæmis mundi ekki kosta mikið að setja upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir stjórnvöld. Sem tæki af öll tvímæli um þau „verkferli" sem færu af stað í hvert sinn sem einhver ráðherra eða stjórnin í heild ofbýður siðferðiskennd þjóðarinnar. „Siðferðis-viðbragðsáætlun" gæti til dæmis fært sér í nyt venjur nágrannaþjóða um að sá ráðherra taki pokann sinn sem ofbýður siðferðisvitund almennings, til dæmis með siðlausum embættaveitingum, blautlegum hermennskudraumum í friðsömu landi eða hamslausri fíkn og misnotkun á opinberu afli og fjármunum. Þar sem engin „siðferðis-viðbragðsáætlun" er til í landinu virðast ráðherrar ekki enn þá hafa áttað sig á að taka þurfi tillit til þess að siðferðisvitund sé til meðal þjóðarinnar. Það er skiljanlegt í þeirri fjarlægð sem fjölmiðlum hefur tekist að koma á milli þeirra sem eiga og eiga ekki í þessu kalda landi. Þegar stjórnmálamenn hafa sett upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir sjálfa sig er kominn grundvöllur fyrir því að takast á við siðleysingja sem hafa svo gott sem eyðilagt samkennd og samstöðu þjóðarinnar og leyst upp það félagslega lím sem heldur þjóðinni saman. Svo sem hina lífshættulegu berserki í bönkum og stórfyrirtækjum sem háma í sig milljónir og milljónatugi og milljónahundruð af einskærri græðgi í stað þess að gera sér að góðu hugguleg laun og mannsæmandi líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun
Nú er í mörg horn að líta hjá yfirvöldum. Meðal annars þarf að setja upp „viðbragðsáætlun" við innrás hungraðra hvítabjarna, heimskautarefa, rostunga og jafnvel vaxtahækkana og verðbólgu í landið. „Viðbragðsáætlanir" felast í því hvernig „viðbragð" sé best að taka þegar eitthvað gerist sem ekki á að gerast. Sumar „viðbragðsáætlanir" hafa gefið afbragðsgóða raun. Til dæmis þegar glæpasamsteypur eins og „Hells Angels" taka upp á því að senda fulltrúa sína til Íslands til að innvígja nýja fáráðlinga í selskapinn. Þá fer löggan til Keflavíkur og snýr hinum óvelkomnu gestum aftur heim til sín í sollinn. Þetta sýnir að til eru skynsamlegar „viðbragðsáætlanir" og slíkum áætlunum mætti fjölga til muna. Til dæmis mundi ekki kosta mikið að setja upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir stjórnvöld. Sem tæki af öll tvímæli um þau „verkferli" sem færu af stað í hvert sinn sem einhver ráðherra eða stjórnin í heild ofbýður siðferðiskennd þjóðarinnar. „Siðferðis-viðbragðsáætlun" gæti til dæmis fært sér í nyt venjur nágrannaþjóða um að sá ráðherra taki pokann sinn sem ofbýður siðferðisvitund almennings, til dæmis með siðlausum embættaveitingum, blautlegum hermennskudraumum í friðsömu landi eða hamslausri fíkn og misnotkun á opinberu afli og fjármunum. Þar sem engin „siðferðis-viðbragðsáætlun" er til í landinu virðast ráðherrar ekki enn þá hafa áttað sig á að taka þurfi tillit til þess að siðferðisvitund sé til meðal þjóðarinnar. Það er skiljanlegt í þeirri fjarlægð sem fjölmiðlum hefur tekist að koma á milli þeirra sem eiga og eiga ekki í þessu kalda landi. Þegar stjórnmálamenn hafa sett upp „siðferðis-viðbragðsáætlun" fyrir sjálfa sig er kominn grundvöllur fyrir því að takast á við siðleysingja sem hafa svo gott sem eyðilagt samkennd og samstöðu þjóðarinnar og leyst upp það félagslega lím sem heldur þjóðinni saman. Svo sem hina lífshættulegu berserki í bönkum og stórfyrirtækjum sem háma í sig milljónir og milljónatugi og milljónahundruð af einskærri græðgi í stað þess að gera sér að góðu hugguleg laun og mannsæmandi líf.