Ljósmæður í myrkrinu Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. september 2008 06:00 Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki samist í deilu ljósmæðra og ríkisins, og fátt bendir til að það eigi eftir að breytast á næstu dögum. Ljósmæður byrja á tveimur tveggja daga verkfallslotum áður gripið verður til allsherjarverkfalls í lok mánaðarins. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að vegna efnahagsþrenginga sé erfitt að hækka laun ríkisstarfsmanna. Hann sagði þó á Alþingi að hann vonaði að samningar tækjust „áður en til verkfalls eða raunverulegrar hörku kæmi". ÉG klóraði mér dálítið í hausnum þegar ég heyrði þetta síðasta. „RAUNVERULEGRAR hörku." Hverju á fjármálaráðherra eiginlega von á? Og hvaða ráðstafanir hefur ríkisstjórnin gert til að bregðast við því? Að vísu verður að hafa í huga að í ljósi mótmælaaðgerða vörubílstjóra fyrr í vor getur Árni ekki leyft sér að útiloka neitt; hver veit nema ljósmæður brúki sömu skæruliðataktík og Sturla Jónsson og félagar; stöðvi umferð, lemji löggur og kasti eggjum? ÞÓTT eggjakast væri reyndar pínulítið viðeigandi í þetta sinn eru reyndar litlar líkur á að það verði raunin eða að Árni og félagar haldi það; viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa hingað til verið frekar tómlætisleg, líkt og að á stjórnarheimilinu skynji menn ekki að margir upplifa verkfall ljósmæðra hreinlega sem áfellisdóm yfir þjóðfélagi sem vill kenna sig við velferð. ÓNEITANLEGA fær maður á tilfinninguna að ríkisstjórninni, að minnsta kosti körlunum í ríkisstjórninni, leiðist þetta mál dálítið, finnist það hálfgert húmbúkk. Við getum tekið sem dæmi að þrír ráðherrar, Össur Skarphéðinsson, Einar K. Guðfinnsson og Björn Bjarnason, halda úti bloggsíðum. Allir blogguðu í gær og fyrradag - Össur um eigin mælsku og olíuleit, Einar um efnahagsaðgerðir og Björn um dópfund og evru. Sem segir svo sem ekki neitt um afstöðu þeirra gagnvart kröfum ljósmæðra, en bendir ekki til að þetta mál brenni neitt sérstaklega á þeim. ÞAÐ er reyndar farið að vera eitt helsta kennimark á ríkisstjórninni sem nú situr við völd; henni virðist brenna sárafátt fyrir brjósti, heldur skákar í skjóli þess að við núverandi aðstæður virðast flestir telja að hún sé illskásti kosturinn. Af hverju tekur hún nú ekki af skarið og sýnir að eitthvað búi þar að baki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki samist í deilu ljósmæðra og ríkisins, og fátt bendir til að það eigi eftir að breytast á næstu dögum. Ljósmæður byrja á tveimur tveggja daga verkfallslotum áður gripið verður til allsherjarverkfalls í lok mánaðarins. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að vegna efnahagsþrenginga sé erfitt að hækka laun ríkisstarfsmanna. Hann sagði þó á Alþingi að hann vonaði að samningar tækjust „áður en til verkfalls eða raunverulegrar hörku kæmi". ÉG klóraði mér dálítið í hausnum þegar ég heyrði þetta síðasta. „RAUNVERULEGRAR hörku." Hverju á fjármálaráðherra eiginlega von á? Og hvaða ráðstafanir hefur ríkisstjórnin gert til að bregðast við því? Að vísu verður að hafa í huga að í ljósi mótmælaaðgerða vörubílstjóra fyrr í vor getur Árni ekki leyft sér að útiloka neitt; hver veit nema ljósmæður brúki sömu skæruliðataktík og Sturla Jónsson og félagar; stöðvi umferð, lemji löggur og kasti eggjum? ÞÓTT eggjakast væri reyndar pínulítið viðeigandi í þetta sinn eru reyndar litlar líkur á að það verði raunin eða að Árni og félagar haldi það; viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa hingað til verið frekar tómlætisleg, líkt og að á stjórnarheimilinu skynji menn ekki að margir upplifa verkfall ljósmæðra hreinlega sem áfellisdóm yfir þjóðfélagi sem vill kenna sig við velferð. ÓNEITANLEGA fær maður á tilfinninguna að ríkisstjórninni, að minnsta kosti körlunum í ríkisstjórninni, leiðist þetta mál dálítið, finnist það hálfgert húmbúkk. Við getum tekið sem dæmi að þrír ráðherrar, Össur Skarphéðinsson, Einar K. Guðfinnsson og Björn Bjarnason, halda úti bloggsíðum. Allir blogguðu í gær og fyrradag - Össur um eigin mælsku og olíuleit, Einar um efnahagsaðgerðir og Björn um dópfund og evru. Sem segir svo sem ekki neitt um afstöðu þeirra gagnvart kröfum ljósmæðra, en bendir ekki til að þetta mál brenni neitt sérstaklega á þeim. ÞAÐ er reyndar farið að vera eitt helsta kennimark á ríkisstjórninni sem nú situr við völd; henni virðist brenna sárafátt fyrir brjósti, heldur skákar í skjóli þess að við núverandi aðstæður virðast flestir telja að hún sé illskásti kosturinn. Af hverju tekur hún nú ekki af skarið og sýnir að eitthvað búi þar að baki?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun