Bágur hlutur eldri kvenna Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 2. mars 2008 07:00 Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar Íslands, vakti í vikunni athygli á brotalöm í lífeyriskerfi landsmanna í erindi á málstofu BSRB um lífeyris mál, með stillilegar athugasemdir um vankanta á kerfinu. Trú sínum uppruna í íslenskri pólitík rakti hún laka stöðu kvenna sem njóta engra réttinda í lífeyrissjóðum sökum þess að atvinnuþátttaka þeirra var bundin við heimilishald og umönnun barna þegar lífeyrissjóðskerfið var í frumbernsku. Þær höfðu engan lífeyrissjóð að borga í, enda treystu þær mætu konur á kerfi almannatrygginga sem nú bregst þeim. Þegar tímabili uppeldisstarfa var lokið í ævi þessara kvenna voru þeim mislagðir vegir til menntunar. Margar sóttu í láglaunastörf en fleiri sóttu ekki fram á vinnumarkaði. Þær komu ekki fram sem fullgildir aðilar í lífeyrissjóðskerfi sem hér varð til og njóta engra eftirlauna annarra en þeirra sem almannatryggingar veita. Sigríður Lillý kallar eftir endurskoðun á lögum um almannatryggingar, hún segir lögin skorta markmið, það sé of flókið fyrir þá sem komnir eru vel á aldur - og þarf víst ekki aldur til. Margir yngri hafa átt í erfiðleikum þar. Undir hælinn er lagt hvort njótendur þeirrar aðstoðar sem Tryggingastofnun á að bjóða gera sér ljóst hvað í boði er. Sigríður spyr réttilega til hvers þetta kerfi sé, hvað er okkar réttlæti, hver eru hin viðurkenndu gildi sem eiga að liggja að baki samhjálpinni sem við viljum byggja siðmenningu okkar á? Fagna ber svo einarðlegri fyrirspurn frá embættismanni og mættu fleiri slíkir ganga fram og beina athygli okkar að grunnþáttum í samfélagslegri byggingu. Of sjaldan er að grunngildum hugað. Kerfi almannatrygginga er komið nokkuð á aldur og hefur um langa hríð verið byggt á sama grunni og bætt. Alþingi hefur ekki um langa hríð ráðist í heildarendurskoðun kerfisins þótt miklar samfélagslegar breytingar hafi orðið á högum þeirra sem kerfið nýta. Sterkur þingmeirihluti er hugsanlega fær um að taka það til endurskoðunar, þótt hver hræring kalli vísast á háværar raddir um að nú skuli það rústað. En tali forstöðukona Tryggingastofnunar með þessum hætti ber að taka á því fullt mark. Nú fara að koma til stórar kynslóðir fólks sem vann stóran hluta ævistarfs síns milli kerfanna, almannatrygginga og lífeyrissjóða. Það er smánarleg framkoma við allan þann fjölda lúinna handa að rýra svo hlut þeirra með fálæti að margt það fólk búi við eymdarkjör. Auðvelt er að kanna til hlítar hagi þess fólks á okkar tæknitímum. Og þeir sem sitja löggjafarþingið og smjaðra hvað mest fyrir eldri hópum þegnanna hafa nú tækifæri til að gera bót. Fram undan eru áratugir öldrunar stórra hópa og langlífis sem áður er óþekkt í okkar sögu. Allt verður að vinna til að halda eldri þegnum virkum sem lengst svo halda megi í við kostnað við stofnun og rekstur dvalarstaða fyrir aldraða, sem bjóða einangrun en ekki samvist við aðra aldurshópa. Slíkt ástand er allra tap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar Íslands, vakti í vikunni athygli á brotalöm í lífeyriskerfi landsmanna í erindi á málstofu BSRB um lífeyris mál, með stillilegar athugasemdir um vankanta á kerfinu. Trú sínum uppruna í íslenskri pólitík rakti hún laka stöðu kvenna sem njóta engra réttinda í lífeyrissjóðum sökum þess að atvinnuþátttaka þeirra var bundin við heimilishald og umönnun barna þegar lífeyrissjóðskerfið var í frumbernsku. Þær höfðu engan lífeyrissjóð að borga í, enda treystu þær mætu konur á kerfi almannatrygginga sem nú bregst þeim. Þegar tímabili uppeldisstarfa var lokið í ævi þessara kvenna voru þeim mislagðir vegir til menntunar. Margar sóttu í láglaunastörf en fleiri sóttu ekki fram á vinnumarkaði. Þær komu ekki fram sem fullgildir aðilar í lífeyrissjóðskerfi sem hér varð til og njóta engra eftirlauna annarra en þeirra sem almannatryggingar veita. Sigríður Lillý kallar eftir endurskoðun á lögum um almannatryggingar, hún segir lögin skorta markmið, það sé of flókið fyrir þá sem komnir eru vel á aldur - og þarf víst ekki aldur til. Margir yngri hafa átt í erfiðleikum þar. Undir hælinn er lagt hvort njótendur þeirrar aðstoðar sem Tryggingastofnun á að bjóða gera sér ljóst hvað í boði er. Sigríður spyr réttilega til hvers þetta kerfi sé, hvað er okkar réttlæti, hver eru hin viðurkenndu gildi sem eiga að liggja að baki samhjálpinni sem við viljum byggja siðmenningu okkar á? Fagna ber svo einarðlegri fyrirspurn frá embættismanni og mættu fleiri slíkir ganga fram og beina athygli okkar að grunnþáttum í samfélagslegri byggingu. Of sjaldan er að grunngildum hugað. Kerfi almannatrygginga er komið nokkuð á aldur og hefur um langa hríð verið byggt á sama grunni og bætt. Alþingi hefur ekki um langa hríð ráðist í heildarendurskoðun kerfisins þótt miklar samfélagslegar breytingar hafi orðið á högum þeirra sem kerfið nýta. Sterkur þingmeirihluti er hugsanlega fær um að taka það til endurskoðunar, þótt hver hræring kalli vísast á háværar raddir um að nú skuli það rústað. En tali forstöðukona Tryggingastofnunar með þessum hætti ber að taka á því fullt mark. Nú fara að koma til stórar kynslóðir fólks sem vann stóran hluta ævistarfs síns milli kerfanna, almannatrygginga og lífeyrissjóða. Það er smánarleg framkoma við allan þann fjölda lúinna handa að rýra svo hlut þeirra með fálæti að margt það fólk búi við eymdarkjör. Auðvelt er að kanna til hlítar hagi þess fólks á okkar tæknitímum. Og þeir sem sitja löggjafarþingið og smjaðra hvað mest fyrir eldri hópum þegnanna hafa nú tækifæri til að gera bót. Fram undan eru áratugir öldrunar stórra hópa og langlífis sem áður er óþekkt í okkar sögu. Allt verður að vinna til að halda eldri þegnum virkum sem lengst svo halda megi í við kostnað við stofnun og rekstur dvalarstaða fyrir aldraða, sem bjóða einangrun en ekki samvist við aðra aldurshópa. Slíkt ástand er allra tap.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun