Það sem ekki má Hallgrímur Helgason skrifar 21. júní 2008 08:00 Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson)