Samgöngubætur í höfuðborginni Jón Gunnarsson skrifar 1. júlí 2009 04:00 Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Sjá meira
Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun