Goodwin gefur eftir Guðjón Helgason skrifar 18. júní 2009 12:45 Fred Goodwin. Fred Goodwin, hinn umdeildi fyrrverandi forstjóri Royal Bank of Scotland, hefur ákveðið að afsala sér meira en helmingi umsaminna eftirlauna sinna. Þau nema jafnvirði nærri 150 milljónum króna á ári. Mjög hefur verið þrýst á um að hann gerði það í ljósi þess að breska ríkið bjargaði bankanum frá hruni. Sir Fred Goodwin var forstjóri Royal Bank of Scotland frá því í janúar 2001 og þar til í lok janúar á þessu ári. Goodwin var áhættusækinn og sást það á gengi bankans í ólgusjó fjárhagslegrar hamfara síðasta árs. Tapið þá var rétt ríflega 24 milljarðar punda eða sem nemur ríflega 5.000 milljörðum íslenskra króna á Seðlabankagengi dagsins í dag. Tapið mun það mesta hjá einu fyrirtæki á einu fjárhagsári í breskri viðskiptasögu. Áður en þetta var tilkynnt hafði breska ríkið tekið yfir 58% prósenta hlut í bankanum og síðar 70% hlut og þannig bjargað honum frá gjaldþroti. Goodwin hætti störfum 31. janúar síðastliðinn. Í febrúar var upplýst að hann fengi ríflega 700 þúsund pund á ári í eftirlaun samkvæmt starfslokasamningi eða sem nemur nærri 150 milljónum króna. Almenningur sem og stjórnmálamenn hvöttu Goodwin til að afsala sér hluta eftirlaunanna í ljósi þess að bankinn fór nærri hruni á hans vakt. Goodwin hafnaði því. Í mars réðust skemmdarvargar á heimili Goodwins og brutur rúður, auk þess var Mercedesbifreið hand dælduð og rúður í henni brotnar. Það mun hafa verið gert vegna frétta af því að hann ætlaði ekki að gefa frá sér hluta eftirlaunanna. Heimildir Sky fréttastofunnar í morgun herma að nú ætli Goodwin að afsala sér ríflega helmingi umsaminna eftirlauna og þau verði eftir það 342.500 hundruð pund á ári eða ríflega 71 milljón króna. Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fred Goodwin, hinn umdeildi fyrrverandi forstjóri Royal Bank of Scotland, hefur ákveðið að afsala sér meira en helmingi umsaminna eftirlauna sinna. Þau nema jafnvirði nærri 150 milljónum króna á ári. Mjög hefur verið þrýst á um að hann gerði það í ljósi þess að breska ríkið bjargaði bankanum frá hruni. Sir Fred Goodwin var forstjóri Royal Bank of Scotland frá því í janúar 2001 og þar til í lok janúar á þessu ári. Goodwin var áhættusækinn og sást það á gengi bankans í ólgusjó fjárhagslegrar hamfara síðasta árs. Tapið þá var rétt ríflega 24 milljarðar punda eða sem nemur ríflega 5.000 milljörðum íslenskra króna á Seðlabankagengi dagsins í dag. Tapið mun það mesta hjá einu fyrirtæki á einu fjárhagsári í breskri viðskiptasögu. Áður en þetta var tilkynnt hafði breska ríkið tekið yfir 58% prósenta hlut í bankanum og síðar 70% hlut og þannig bjargað honum frá gjaldþroti. Goodwin hætti störfum 31. janúar síðastliðinn. Í febrúar var upplýst að hann fengi ríflega 700 þúsund pund á ári í eftirlaun samkvæmt starfslokasamningi eða sem nemur nærri 150 milljónum króna. Almenningur sem og stjórnmálamenn hvöttu Goodwin til að afsala sér hluta eftirlaunanna í ljósi þess að bankinn fór nærri hruni á hans vakt. Goodwin hafnaði því. Í mars réðust skemmdarvargar á heimili Goodwins og brutur rúður, auk þess var Mercedesbifreið hand dælduð og rúður í henni brotnar. Það mun hafa verið gert vegna frétta af því að hann ætlaði ekki að gefa frá sér hluta eftirlaunanna. Heimildir Sky fréttastofunnar í morgun herma að nú ætli Goodwin að afsala sér ríflega helmingi umsaminna eftirlauna og þau verði eftir það 342.500 hundruð pund á ári eða ríflega 71 milljón króna.
Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira