Sjálfbærar nornaveiðar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 1. september 2009 09:24 Upp er risinn áhrifamikill hópur í samfélaginu sem trúir einlæglega á tilvist norna og vill leggja blátt bann við veiðum á þeim. Upp er risinn áhrifamikill hópur í samfélaginu sem trúir einlæglega á tilvist norna og vill leggja blátt bann við veiðum á þeim. Þótt nornaverndunarsinnar hafi ýmislegt til síns máls aðhyllast aðrir ábyrga nýtingu í nornaveiðum og vilja koma á þær skikk. Fyrsta skrefið í þá átt er að setja regluramma um veiðarnar. (Þar sem eignaspjöll koma oft við sögu í nornaveiðum og tilvist norna er andlegt málefni er hyggilegast að umsjón og eftirlit veiðanna sé á ábyrgð dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Skilgreining. Með norn er átt við hvern þann sem með orðum og/eða æði ber beina sök á óhóflegri efnahagsþenslu á Íslandi á liðnum áratug, sem endaði með bankahruni og kreppu. Stofnstærð. Af skrifum að dæma bera um þrjátíu til fjörutíu manns beina ábyrgð á efnahagslegum ógöngum okkar. Það gefur því auga leið að nornir eru takmörkuð auðlind og því þarf að stíga varlega til jarðar við veiðar á þeim. Höfuðsök norna á 21. öld er reyndar rányrkja og kannski eru það makleg málagjöld að þær verði einmitt henni að bráð. Líklegt er þó að ákveðið forvarnargildi sé í varðveislu norna og því rétt að ganga ekki of nærri stofninum. Veiðarfæri. Margt hefur breyst frá því nornir voru veiddar á nýöld og hefur tækninni fleygt fram. Í stað heykvísla, kyndla og ketiltaka höfum við blogg, blaðagreinar og innhringingar í Útvarp Sögu. Fyrir allra versta fordæðuskap enduðu nornir áður fyrr á bálkesti. Nú er eldrauðri málningu slett á eignir þeirra. Þetta er þó umdeild veiðiaðferð, þar sem mörgum þykir hún hafa neikvæð áhrif á vistkerfi norna. Markmið. Segja má að tvö sjónarmið togist á í umræðunni um stjórnun nornaveiða. Annars vegar eru þjóðhagsleg markmið; að tilgangur nornaveiða sé fyrst og fremst að sjá til þess að hinir ábyrgu endurgreiði eftir fremsta megni þær búsifjar sem þeir hafi valdið og taki út refsingu ef svo ber undir. Þar kemur net réttarkerfisins eflaust að bestum notum, þótt deila megi um möskvastærð. Hins vegar eru félagsleg markmið, þar sem tilgangur veiðanna er fyrst og fremst sá að veita almenningi útrás fyrir gremju sína.Hér skal því haldið fram að beint orsakasamhengi sé á milli þessara tveggja markmiða. Ef þeim fyrri er fylgt eftir af samviskusemi uppfyllast þau síðari af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Upp er risinn áhrifamikill hópur í samfélaginu sem trúir einlæglega á tilvist norna og vill leggja blátt bann við veiðum á þeim. Upp er risinn áhrifamikill hópur í samfélaginu sem trúir einlæglega á tilvist norna og vill leggja blátt bann við veiðum á þeim. Þótt nornaverndunarsinnar hafi ýmislegt til síns máls aðhyllast aðrir ábyrga nýtingu í nornaveiðum og vilja koma á þær skikk. Fyrsta skrefið í þá átt er að setja regluramma um veiðarnar. (Þar sem eignaspjöll koma oft við sögu í nornaveiðum og tilvist norna er andlegt málefni er hyggilegast að umsjón og eftirlit veiðanna sé á ábyrgð dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Skilgreining. Með norn er átt við hvern þann sem með orðum og/eða æði ber beina sök á óhóflegri efnahagsþenslu á Íslandi á liðnum áratug, sem endaði með bankahruni og kreppu. Stofnstærð. Af skrifum að dæma bera um þrjátíu til fjörutíu manns beina ábyrgð á efnahagslegum ógöngum okkar. Það gefur því auga leið að nornir eru takmörkuð auðlind og því þarf að stíga varlega til jarðar við veiðar á þeim. Höfuðsök norna á 21. öld er reyndar rányrkja og kannski eru það makleg málagjöld að þær verði einmitt henni að bráð. Líklegt er þó að ákveðið forvarnargildi sé í varðveislu norna og því rétt að ganga ekki of nærri stofninum. Veiðarfæri. Margt hefur breyst frá því nornir voru veiddar á nýöld og hefur tækninni fleygt fram. Í stað heykvísla, kyndla og ketiltaka höfum við blogg, blaðagreinar og innhringingar í Útvarp Sögu. Fyrir allra versta fordæðuskap enduðu nornir áður fyrr á bálkesti. Nú er eldrauðri málningu slett á eignir þeirra. Þetta er þó umdeild veiðiaðferð, þar sem mörgum þykir hún hafa neikvæð áhrif á vistkerfi norna. Markmið. Segja má að tvö sjónarmið togist á í umræðunni um stjórnun nornaveiða. Annars vegar eru þjóðhagsleg markmið; að tilgangur nornaveiða sé fyrst og fremst að sjá til þess að hinir ábyrgu endurgreiði eftir fremsta megni þær búsifjar sem þeir hafi valdið og taki út refsingu ef svo ber undir. Þar kemur net réttarkerfisins eflaust að bestum notum, þótt deila megi um möskvastærð. Hins vegar eru félagsleg markmið, þar sem tilgangur veiðanna er fyrst og fremst sá að veita almenningi útrás fyrir gremju sína.Hér skal því haldið fram að beint orsakasamhengi sé á milli þessara tveggja markmiða. Ef þeim fyrri er fylgt eftir af samviskusemi uppfyllast þau síðari af sjálfu sér.