Olíulausa landið Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 13. janúar 2009 06:00 Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörkina að þessum eina bletti Mið-Austurlanda þar sem olíu er hvergi að finna." Þetta á Golda Meir, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, að hafa sagt í kvöldverðarboði með Willy Brandt, þáverandi utanríkisráðherra lands þar sem skömmu áður hafði verið unnið að útrýmingu þjóðar hennar. Í orðum hennar má þó ekki greina annað en gamansemi til leiðtoga Þjóðverja og ást til Ísraels, þar sem hún vonaði að þjóð hennar fyndi frið. Enn ríkir ófriður á þessum litla og olíulausa bletti. Átökin sem geisa um þessar mundir verða svo til þess að flestir eru sannfærðir um að aldrei muni ríkja friður á svæðinu. Sadat, fyrrverandi forseti Egyptalands, minntist Goldu Meir hlýlega þegar hún lést 1978, sagði hana hafa verið heiðarlegan andstæðing. Einhvern veginn grunar mig að leiðtogar þessara ríkja myndu ekki hafa slík ummæli um hvor annan nú. Friður virðist í órafjarlægð. Eftir að hafa fylgst með stöðugum fréttum af harmleiknum er skiljanlegt að miklar umræður fari fram um í veröldinni. Einhvern veginn þykir mér þó útséð með að slíkar umræður skili nokkru á meðan stuðningsmenn Ísraels kjósa helst að hengja sig í hártoganir um hvaða hugtök eigi að nota um illskuna, hvort rangt sé að nota orðið helför um morðin á svæðinu, í raun sé bara um slátrun að ræða og eðlilegan fórnarkostnað. Slíkt þvaður hefur áður valdið vandræðum svo sem þegar Sameinuðu þjóðirnar brugðust ekki við ástandinu í Darfur þar sem það vantaði á tölfræðina til að hægt væri að kalla ódæðisverkin þar þjóðarmorð. Hin hliðin á forheimskunni er svo sífelldar yfirlýsingar um að fólk sé hætt að hafa samúð með gyðingum, það ætli barasta að hlæja næst þegar það sér Lista Schindlers eða Píanistann. Það þarf ekki að leita langt aftur í sögubókum til að sjá að stjórnvöld, jafnvel friðsömu Norðurlandaþjóðirnar, komu almennt viðurstyggilega fram við þessa þjóð. Atburðir nútímans gera hörmungar fortíðarinnar aldrei léttbærari. Í hugtakahártogunum og sagnfræðiupprifjunum gleymist aðalatriði þó oft í kraðaki orðagjálfurs og áróðursbragða - það er verið að myrða fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun
Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörkina að þessum eina bletti Mið-Austurlanda þar sem olíu er hvergi að finna." Þetta á Golda Meir, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, að hafa sagt í kvöldverðarboði með Willy Brandt, þáverandi utanríkisráðherra lands þar sem skömmu áður hafði verið unnið að útrýmingu þjóðar hennar. Í orðum hennar má þó ekki greina annað en gamansemi til leiðtoga Þjóðverja og ást til Ísraels, þar sem hún vonaði að þjóð hennar fyndi frið. Enn ríkir ófriður á þessum litla og olíulausa bletti. Átökin sem geisa um þessar mundir verða svo til þess að flestir eru sannfærðir um að aldrei muni ríkja friður á svæðinu. Sadat, fyrrverandi forseti Egyptalands, minntist Goldu Meir hlýlega þegar hún lést 1978, sagði hana hafa verið heiðarlegan andstæðing. Einhvern veginn grunar mig að leiðtogar þessara ríkja myndu ekki hafa slík ummæli um hvor annan nú. Friður virðist í órafjarlægð. Eftir að hafa fylgst með stöðugum fréttum af harmleiknum er skiljanlegt að miklar umræður fari fram um í veröldinni. Einhvern veginn þykir mér þó útséð með að slíkar umræður skili nokkru á meðan stuðningsmenn Ísraels kjósa helst að hengja sig í hártoganir um hvaða hugtök eigi að nota um illskuna, hvort rangt sé að nota orðið helför um morðin á svæðinu, í raun sé bara um slátrun að ræða og eðlilegan fórnarkostnað. Slíkt þvaður hefur áður valdið vandræðum svo sem þegar Sameinuðu þjóðirnar brugðust ekki við ástandinu í Darfur þar sem það vantaði á tölfræðina til að hægt væri að kalla ódæðisverkin þar þjóðarmorð. Hin hliðin á forheimskunni er svo sífelldar yfirlýsingar um að fólk sé hætt að hafa samúð með gyðingum, það ætli barasta að hlæja næst þegar það sér Lista Schindlers eða Píanistann. Það þarf ekki að leita langt aftur í sögubókum til að sjá að stjórnvöld, jafnvel friðsömu Norðurlandaþjóðirnar, komu almennt viðurstyggilega fram við þessa þjóð. Atburðir nútímans gera hörmungar fortíðarinnar aldrei léttbærari. Í hugtakahártogunum og sagnfræðiupprifjunum gleymist aðalatriði þó oft í kraðaki orðagjálfurs og áróðursbragða - það er verið að myrða fólk.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun