Dópneysla vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku 20. janúar 2009 10:01 Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að loksins þegar tekist hafi að útiloka áfengi, aðallega öldrykkju, frá dönskum vinnustöðum færist misnotkun á öðrum fíkniefnum í aukana. Er þar aðallega um örvandi efni að ræða eins og amfetamín og kókaín. Jyllands-Posten ræðir við Finn Zierau lækni hjá Afvötnunarstöð Kaupmannahafnarsvæðisins sem segir að ákveðin kynslóðaskipti séu þegar komi að misnotkun á áfengi og fíkniefnum hjá vinnandi fólki. Áfengisvandamálið sé einkum bundið við eldra fólk, það er yfir 45 ára, og örvandi efnin við yngri hópa eða frá 25 til 45 ára. Misnotkun áfengis, einkum öldrykkja, var þekkt vandamál hjá iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum á byggingasvæðum í Danmörku hér á árum áður. Verkalýðsforystunni tókst með markvissum aðgerðum að útrýma þessu vandamáli að mestu. Nú hinsvegar ber svo við að verkamennirnir hafa í stórum stíl skipt út ölinu fyrir örvandi efni eins og amfetamín. Og kókaín neysla meðal skrifstofufólks, einkum í fjármálageiranum, er einnig vaxandi vandamál. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að loksins þegar tekist hafi að útiloka áfengi, aðallega öldrykkju, frá dönskum vinnustöðum færist misnotkun á öðrum fíkniefnum í aukana. Er þar aðallega um örvandi efni að ræða eins og amfetamín og kókaín. Jyllands-Posten ræðir við Finn Zierau lækni hjá Afvötnunarstöð Kaupmannahafnarsvæðisins sem segir að ákveðin kynslóðaskipti séu þegar komi að misnotkun á áfengi og fíkniefnum hjá vinnandi fólki. Áfengisvandamálið sé einkum bundið við eldra fólk, það er yfir 45 ára, og örvandi efnin við yngri hópa eða frá 25 til 45 ára. Misnotkun áfengis, einkum öldrykkja, var þekkt vandamál hjá iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum á byggingasvæðum í Danmörku hér á árum áður. Verkalýðsforystunni tókst með markvissum aðgerðum að útrýma þessu vandamáli að mestu. Nú hinsvegar ber svo við að verkamennirnir hafa í stórum stíl skipt út ölinu fyrir örvandi efni eins og amfetamín. Og kókaín neysla meðal skrifstofufólks, einkum í fjármálageiranum, er einnig vaxandi vandamál.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira