Nálgast samkomulag um TikTok Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Scott Bessent, fjármálaráðherra. AP/Alex Brandon Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn. Það er þó eftir að frestur sem Trump hefur veitt á framfylgd laga sem eiga að tryggja sölu TikTok rennur út. Það gerist á miðvikudaginn. Samkvæmt Bessent myndi samkomulag fela í sér að bandarískir aðilar myndu taka yfir stjórn samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum. Erindrekar Bandaríkjanna og Kína, tveggja stærstu hagkerfa heims, eiga þessa dagana í viðræðum í Madríd á Spáni þar sem þeir eru að ræða viðskiptasamband ríkjanna og í raun að framlengja vopnahlé í viðskiptaátökum ríkjanna. Í þeim átökum hafa ríkin beitt ýmsum vopnum. Trump tjáði sig um málið á Truth Social í morgun, þar sem hann gaf í skyn að ungt fólk yrði ánægt með samkomlag vegna TikTok. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að mestu leyti notast við tolla og bannað bandarískum fyrirtækjum að selja tilteknar vörur í Kína. Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt einhverju skæðast vopni þeirra, sem er að takmarka sölu á sjaldgæfum málmum og afurðum úr þeim til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Fyrr á þessu ári vöruðu forsvarsmenn stórra fyrirtækja víða um heim við umfangsmiklum og slæmum áhrifum á hagkerfi heimsins vegna þessara takmarkana en Kínverjar eru svo gott sem allsráðandi á sviði sjaldgæfra málma. Sjá einnig: Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Kínverjar hafa einnig hætt að kaupa landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum, sem hefur komið verulega niður á bandarískum bændum. Hluti af þessum deilum hefur snúið að samfélagsmiðlinum TikTok. Undir lok forsetatíðar Joes Biden, fyrrverandi forseta, samþykktu bandarískir þingmenn, frumvarp sem gerði ByteDance, kínverskum eigendum TikTok, skylt að selja rekstur fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka því. Var það gert vegna áhyggja af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Trump var upprunalega hlynntur því að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur eftir að bandarískur auðjöfur, sem var fjárfestir í TikTok, heimsótti hann. Sem forseti hefur Trump neitað að framfylgja lögunum og gefið út forsetatilskipanir um að fresta sölunni á meðan viðræður hafa staðið yfir. Hvort hann hafi yfir höfuð heimild til að gera slíkt, þar sem bandarísk lög segja til um að selja eigi samfélagsmiðilinn, hefur verið óljóst en leiðtogar þingsins, sem eru Repúblikanar, hafa ekki viljað láta reyna á það. Trump hefur þrisvar sinnum gefið slíkan frest og sá síðasti rennur út á miðvikudaginn. Bandaríkin Kína Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. 2. maí 2025 11:18 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. 3. apríl 2025 11:01 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það er þó eftir að frestur sem Trump hefur veitt á framfylgd laga sem eiga að tryggja sölu TikTok rennur út. Það gerist á miðvikudaginn. Samkvæmt Bessent myndi samkomulag fela í sér að bandarískir aðilar myndu taka yfir stjórn samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum. Erindrekar Bandaríkjanna og Kína, tveggja stærstu hagkerfa heims, eiga þessa dagana í viðræðum í Madríd á Spáni þar sem þeir eru að ræða viðskiptasamband ríkjanna og í raun að framlengja vopnahlé í viðskiptaátökum ríkjanna. Í þeim átökum hafa ríkin beitt ýmsum vopnum. Trump tjáði sig um málið á Truth Social í morgun, þar sem hann gaf í skyn að ungt fólk yrði ánægt með samkomlag vegna TikTok. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að mestu leyti notast við tolla og bannað bandarískum fyrirtækjum að selja tilteknar vörur í Kína. Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt einhverju skæðast vopni þeirra, sem er að takmarka sölu á sjaldgæfum málmum og afurðum úr þeim til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Fyrr á þessu ári vöruðu forsvarsmenn stórra fyrirtækja víða um heim við umfangsmiklum og slæmum áhrifum á hagkerfi heimsins vegna þessara takmarkana en Kínverjar eru svo gott sem allsráðandi á sviði sjaldgæfra málma. Sjá einnig: Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Kínverjar hafa einnig hætt að kaupa landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum, sem hefur komið verulega niður á bandarískum bændum. Hluti af þessum deilum hefur snúið að samfélagsmiðlinum TikTok. Undir lok forsetatíðar Joes Biden, fyrrverandi forseta, samþykktu bandarískir þingmenn, frumvarp sem gerði ByteDance, kínverskum eigendum TikTok, skylt að selja rekstur fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka því. Var það gert vegna áhyggja af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Trump var upprunalega hlynntur því að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur eftir að bandarískur auðjöfur, sem var fjárfestir í TikTok, heimsótti hann. Sem forseti hefur Trump neitað að framfylgja lögunum og gefið út forsetatilskipanir um að fresta sölunni á meðan viðræður hafa staðið yfir. Hvort hann hafi yfir höfuð heimild til að gera slíkt, þar sem bandarísk lög segja til um að selja eigi samfélagsmiðilinn, hefur verið óljóst en leiðtogar þingsins, sem eru Repúblikanar, hafa ekki viljað láta reyna á það. Trump hefur þrisvar sinnum gefið slíkan frest og sá síðasti rennur út á miðvikudaginn.
Bandaríkin Kína Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. 2. maí 2025 11:18 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. 3. apríl 2025 11:01 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. 2. maí 2025 11:18
Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02
Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. 3. apríl 2025 11:01
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41