Bandaríkin Nálgast samkomulag um TikTok Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn. Viðskipti erlent 15.9.2025 14:30 Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Erlent 15.9.2025 10:00 Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Dramaþáttaröðin Adolescence kom, sá og sigraði á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar sem hún hlaut sex verðlaun. Lífið 15.9.2025 06:58 Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. Erlent 14.9.2025 17:14 Halla mun funda með Xi Jinping Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi. Innlent 14.9.2025 13:04 Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Trans sambýliskona Tylers Robinsons, sem grunaður er um að bana íhaldsama áhrifavaldinum Charlie Kirk, er gríðarlega samvinnuþýð að sögn lögreglu. Hún hafi verið „skelfingu lostin“ þegar hún heyrði fréttirnar. Áður en Robinson var handtekinn grínaðist hann með að maðurinn sem lögregla lýsti eftir væri „tvífari“ sinn í spjalli á Discord. Erlent 14.9.2025 11:20 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Erlent 13.9.2025 16:40 „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Ungi maðurinn sem grunaður er um að bana íhaldssama áhrifavaldinum Charlie Kirk í Utah á miðvikudag ólst upp í hægrisinnaðri mormónafjölskyldu þar sem skotvopn virðast hafa verið í hávegum höfð. Þó foreldrar hans séu repúblikanar er hann sjálfur ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið. Kunningjar hans lýsa honum sem hlédrægu gáfnaljósi með mikinn áhuga á tölvuleikjum. Hann hafi alla tíð verið afbragðsnámsmaður, og jafnvel smá kennarasleikja. Erlent 13.9.2025 13:25 Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erika Kirk, ekkja hægri-áhrifavaldsins Charlie Kirk sem var skotinn til bana á miðvikudag, tjáði sig opinberlega í fyrsta sinn frá morðinu í gærkvöldi. Hún hét því að halda boðskap hans á lífi og ávarpaði morðingja hans beint. Erlent 13.9.2025 08:38 Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar. Lífið 13.9.2025 08:01 Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk. Erlent 12.9.2025 23:20 Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra. Erlent 12.9.2025 20:45 Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa skotið Charlie Kirk til bana. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, greindi frá þessu á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Erlent 12.9.2025 14:14 Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Erlent 12.9.2025 12:22 Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Sundfatamódelið Brooks Nader er sögð hafa deitað bæði Carlos Alcaraz og Jannik Sinner meðan á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis stóð. Þeir spiluðu til úrslita á mótinu en Alcaraz virðist hafa unnið tvöfalt, bikarinn og hjarta módelsins. Lífið 12.9.2025 11:27 Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst aðskilja samskiptaforritið Teams frá Office-hugbúnaðinum og selja þau hvort í sínu lagi. Með þessu leitast fyrirtækið við að komast hjá háum sektum sem Evrópusambandið hafði í hótunum á grundvelli samkeppnisreglna. Viðskipti erlent 12.9.2025 10:07 Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Bandaríkjastjórn hefur látið farga getnaðarvörnum sem metnar voru á 9,7 milljónir dala og voru ætlaðar til dreifingar í fátækjum ríkjum. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að ýmsir aðilar hefðu boðist til að kaupa birgðirnar og dreifa þeim. Erlent 12.9.2025 08:55 Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Bandaríkjastjórn hefur höfðað mál á hendur Uber og saka bílstjóra fyrirtækisins um að mismuna fötluðum einstaklingum. Segja þau fötluðum oftsinnis neitað um far, til að mynda þegar þeim fylgja þjónustudýr eða hjálpartæki. Erlent 12.9.2025 07:37 Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstaklinginn sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Erlent 12.9.2025 06:26 Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi. Innlent 11.9.2025 21:55 Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York „Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. Tónlist 11.9.2025 20:02 Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Stefán Einar Stefánsson ræddu umræðu sem hefur skapast eftir morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk sem var myrtur í gær. Hugtök líkt og málfrelsi og þöggun hafa verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarna daga. Innlent 11.9.2025 19:52 Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Innlent 11.9.2025 12:59 Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, rak í dag Peter Mandelson sem sendiherra í Bandaríkjunum vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Mandelson kallaði Epstein sinn „besta vin“ í alræmdu afmæliskorti til hans. Erlent 11.9.2025 11:30 Hver var Charlie Kirk? MAGA-hreyfing Donalds Trump Bandaríkjaforseta er í sárum eftir að Charlie Kirk, einn helsti baráttumaður hennar, var veginn úr launsátri í gær. Hratt ris Kirk til metorða á hægri vængnum endurspeglaði þá heiftarlegu skautun sem einkennir nú bandarísk stjórnmál og samfélag. Erlent 11.9.2025 10:56 Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Leit að þeim sem skaut bandaríska hægri sinnaða áhrifavaldinn Charlie Kirk til bana á útisamkomu í Utah í gærkvöldi stendur yfir. Morðvopnið er fundið og lögregla hefur dreift myndum af karlmanni sem leitað er að. Erlent 11.9.2025 09:58 Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sænska ofurfyrirsætan Elsa Hosk og breski athafnamaðurinn Tom Daly eru trúlofuð, tíu árum eftir að þau byrjuðu saman. Hosk greindi frá tímamótunum með fallegri myndafærslu á Instagram í gær, þar sem meðal annars mátti sjá trúlofunarhring hennar sem er stærðarinnar demantshringur frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Lífið 11.9.2025 09:39 Yankees heiðruðu Charlie Kirk New York Yankees héldu og heiðruðu mínútuþögn fyrir leik liðsins í nótt, til minningar um íhaldssama áhrifavaldinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum í gær. Sport 11.9.2025 07:58 Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr tíma hjá Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í MPA-námi sínu við Columbia-háskóla þessa önn. Lífið 11.9.2025 07:02 Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. Erlent 11.9.2025 06:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Nálgast samkomulag um TikTok Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn. Viðskipti erlent 15.9.2025 14:30
Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Erlent 15.9.2025 10:00
Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Dramaþáttaröðin Adolescence kom, sá og sigraði á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar sem hún hlaut sex verðlaun. Lífið 15.9.2025 06:58
Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. Erlent 14.9.2025 17:14
Halla mun funda með Xi Jinping Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi. Innlent 14.9.2025 13:04
Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Trans sambýliskona Tylers Robinsons, sem grunaður er um að bana íhaldsama áhrifavaldinum Charlie Kirk, er gríðarlega samvinnuþýð að sögn lögreglu. Hún hafi verið „skelfingu lostin“ þegar hún heyrði fréttirnar. Áður en Robinson var handtekinn grínaðist hann með að maðurinn sem lögregla lýsti eftir væri „tvífari“ sinn í spjalli á Discord. Erlent 14.9.2025 11:20
Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Erlent 13.9.2025 16:40
„Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Ungi maðurinn sem grunaður er um að bana íhaldssama áhrifavaldinum Charlie Kirk í Utah á miðvikudag ólst upp í hægrisinnaðri mormónafjölskyldu þar sem skotvopn virðast hafa verið í hávegum höfð. Þó foreldrar hans séu repúblikanar er hann sjálfur ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið. Kunningjar hans lýsa honum sem hlédrægu gáfnaljósi með mikinn áhuga á tölvuleikjum. Hann hafi alla tíð verið afbragðsnámsmaður, og jafnvel smá kennarasleikja. Erlent 13.9.2025 13:25
Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erika Kirk, ekkja hægri-áhrifavaldsins Charlie Kirk sem var skotinn til bana á miðvikudag, tjáði sig opinberlega í fyrsta sinn frá morðinu í gærkvöldi. Hún hét því að halda boðskap hans á lífi og ávarpaði morðingja hans beint. Erlent 13.9.2025 08:38
Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar. Lífið 13.9.2025 08:01
Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk. Erlent 12.9.2025 23:20
Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra. Erlent 12.9.2025 20:45
Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa skotið Charlie Kirk til bana. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, greindi frá þessu á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Erlent 12.9.2025 14:14
Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Donald Trump Bandaríkjaforseti segir „með nokkuð góðri vissu“ að búið sé að handsama grunaðan banamann hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Hinn grunaði er sagður vera karlmaður fæddur árið 2003 að nafni Tyler Robinson. Faðir Tyler hafi komið yfirvöldum á snoðir um son sinn. Boðað hefur verið til blaðamannafundar sem átti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma, en hefur nú verið seinkað um að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Erlent 12.9.2025 12:22
Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Sundfatamódelið Brooks Nader er sögð hafa deitað bæði Carlos Alcaraz og Jannik Sinner meðan á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis stóð. Þeir spiluðu til úrslita á mótinu en Alcaraz virðist hafa unnið tvöfalt, bikarinn og hjarta módelsins. Lífið 12.9.2025 11:27
Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst aðskilja samskiptaforritið Teams frá Office-hugbúnaðinum og selja þau hvort í sínu lagi. Með þessu leitast fyrirtækið við að komast hjá háum sektum sem Evrópusambandið hafði í hótunum á grundvelli samkeppnisreglna. Viðskipti erlent 12.9.2025 10:07
Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Bandaríkjastjórn hefur látið farga getnaðarvörnum sem metnar voru á 9,7 milljónir dala og voru ætlaðar til dreifingar í fátækjum ríkjum. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að ýmsir aðilar hefðu boðist til að kaupa birgðirnar og dreifa þeim. Erlent 12.9.2025 08:55
Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Bandaríkjastjórn hefur höfðað mál á hendur Uber og saka bílstjóra fyrirtækisins um að mismuna fötluðum einstaklingum. Segja þau fötluðum oftsinnis neitað um far, til að mynda þegar þeim fylgja þjónustudýr eða hjálpartæki. Erlent 12.9.2025 07:37
Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstaklinginn sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Erlent 12.9.2025 06:26
Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi. Innlent 11.9.2025 21:55
Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York „Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. Tónlist 11.9.2025 20:02
Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Stefán Einar Stefánsson ræddu umræðu sem hefur skapast eftir morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk sem var myrtur í gær. Hugtök líkt og málfrelsi og þöggun hafa verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarna daga. Innlent 11.9.2025 19:52
Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Innlent 11.9.2025 12:59
Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, rak í dag Peter Mandelson sem sendiherra í Bandaríkjunum vegna tengsla hans við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Mandelson kallaði Epstein sinn „besta vin“ í alræmdu afmæliskorti til hans. Erlent 11.9.2025 11:30
Hver var Charlie Kirk? MAGA-hreyfing Donalds Trump Bandaríkjaforseta er í sárum eftir að Charlie Kirk, einn helsti baráttumaður hennar, var veginn úr launsátri í gær. Hratt ris Kirk til metorða á hægri vængnum endurspeglaði þá heiftarlegu skautun sem einkennir nú bandarísk stjórnmál og samfélag. Erlent 11.9.2025 10:56
Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Leit að þeim sem skaut bandaríska hægri sinnaða áhrifavaldinn Charlie Kirk til bana á útisamkomu í Utah í gærkvöldi stendur yfir. Morðvopnið er fundið og lögregla hefur dreift myndum af karlmanni sem leitað er að. Erlent 11.9.2025 09:58
Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sænska ofurfyrirsætan Elsa Hosk og breski athafnamaðurinn Tom Daly eru trúlofuð, tíu árum eftir að þau byrjuðu saman. Hosk greindi frá tímamótunum með fallegri myndafærslu á Instagram í gær, þar sem meðal annars mátti sjá trúlofunarhring hennar sem er stærðarinnar demantshringur frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Lífið 11.9.2025 09:39
Yankees heiðruðu Charlie Kirk New York Yankees héldu og heiðruðu mínútuþögn fyrir leik liðsins í nótt, til minningar um íhaldssama áhrifavaldinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum í gær. Sport 11.9.2025 07:58
Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr tíma hjá Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í MPA-námi sínu við Columbia-háskóla þessa önn. Lífið 11.9.2025 07:02
Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. Erlent 11.9.2025 06:45