Að baka tóm vandræði 11. desember 2009 05:30 Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum. Þau nýjustu eru „kvenfyrirlitning" og „drengjaremba", sem óspart er atað á Framsóknarmenn. Ástæðan er gagnrýni okkar á vinnubrögð og þekkingarskort Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og margra stjórnarliða í Icesave-málinu. Í stað þess að beita þekkingu og rökum eru vopnin helst hroki, yfirlæti og smjörklípur. Þar sem ég vil forðast að falla niður á sama plan og flestir stuðningsmenn Icesave vil ég benda á nokkur dæmi máli okkar til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur þingflokksformaður VG staðfest að ríkisstjórnin hafi nánast öll verið tilbúin til að samþykkja Icesave-samningana án þess að hafa lesið þá. Lestur samninganna er forsenda skilnings á þeim, nema stjórnarliðar séu farnir að nýta vinnuaðferðir miðla eða einhliða túlkun íslenskra embættismanna á flóknum alþjóðlegum samningum. Í öðru lagi spurði ég forsætisráðherra um fullyrðingar hennar, fjármálaráðherra og fleiri um að hægt væri að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans inn á Icesave-lánið, um leið og búið væri að samþykkja samningana. Benti ég á að slitastjórn gamla Landsbankans hefði ekki í hyggju að greiða neitt úr þrotabúinu fyrr en komin væri niðurstaða í lagaleg ágreiningsmál. Sú niðurstaða mun liggja fyrir eftir 1-2 ár. Forsætisráðherra kom af fjöllum og sýndi þannig skýrt skilningsleysi sitt á málinu öllu. Í þriðja lagi virðast þingmenn Samfylkingarinnar missa málið á Alþingi þegar reynt er að fá þá til að útskýra hvernig þjóðin á að standa undir erlendum skuldum þjóðarbúsins og hvaðan á að fá gjaldeyrinn. Viðskiptajöfnuður er óáhugaverður að þeirra mati og fullyrti einn þingmaður Samfylkingarinnar að hún hefði lítinn áhuga á að ræða krónur í þessu sambandi. Ríkisstjórnin, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur fátt annað gert frá því að hún tók við völdum en baka þjóðinni vandræði með vanþekkingu sinni og úreltum vinnubrögðum. Því verður að breyta! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vindhanagal Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Sjá meira
Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum. Þau nýjustu eru „kvenfyrirlitning" og „drengjaremba", sem óspart er atað á Framsóknarmenn. Ástæðan er gagnrýni okkar á vinnubrögð og þekkingarskort Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og margra stjórnarliða í Icesave-málinu. Í stað þess að beita þekkingu og rökum eru vopnin helst hroki, yfirlæti og smjörklípur. Þar sem ég vil forðast að falla niður á sama plan og flestir stuðningsmenn Icesave vil ég benda á nokkur dæmi máli okkar til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur þingflokksformaður VG staðfest að ríkisstjórnin hafi nánast öll verið tilbúin til að samþykkja Icesave-samningana án þess að hafa lesið þá. Lestur samninganna er forsenda skilnings á þeim, nema stjórnarliðar séu farnir að nýta vinnuaðferðir miðla eða einhliða túlkun íslenskra embættismanna á flóknum alþjóðlegum samningum. Í öðru lagi spurði ég forsætisráðherra um fullyrðingar hennar, fjármálaráðherra og fleiri um að hægt væri að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans inn á Icesave-lánið, um leið og búið væri að samþykkja samningana. Benti ég á að slitastjórn gamla Landsbankans hefði ekki í hyggju að greiða neitt úr þrotabúinu fyrr en komin væri niðurstaða í lagaleg ágreiningsmál. Sú niðurstaða mun liggja fyrir eftir 1-2 ár. Forsætisráðherra kom af fjöllum og sýndi þannig skýrt skilningsleysi sitt á málinu öllu. Í þriðja lagi virðast þingmenn Samfylkingarinnar missa málið á Alþingi þegar reynt er að fá þá til að útskýra hvernig þjóðin á að standa undir erlendum skuldum þjóðarbúsins og hvaðan á að fá gjaldeyrinn. Viðskiptajöfnuður er óáhugaverður að þeirra mati og fullyrti einn þingmaður Samfylkingarinnar að hún hefði lítinn áhuga á að ræða krónur í þessu sambandi. Ríkisstjórnin, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur fátt annað gert frá því að hún tók við völdum en baka þjóðinni vandræði með vanþekkingu sinni og úreltum vinnubrögðum. Því verður að breyta! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar