Af lýðræðishalla ESB 23. janúar 2009 05:00 Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (framkvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættismenn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undirbúa reglugerðir sem grundvallast á lögum samþykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkisstjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grundvelli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþingsins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjórum („ráðherrar“) er valið af aðildarríkjunum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar viðkomandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkjanna). Framkvæmdastjórninni („ríkisstjórninni“) til halds og trausts eru embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undirbúa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og framkvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/tilskipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýðræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Ríki, til dæmis Íslandi, er stjórnað af ríkisstjórn sem samanstendur af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem valdir eru í beinum kosningum til Alþingis. Kjörnir þingmenn verða ráðherrar og mynda framkvæmdavald. Á löggjafarþinginu sitja svo aðrir þingmenn kosnir í sömu kosningum. Ráðherrar og ríkisstjórn (framkvæmdavald) njóta þjónustu embættismanna í ráðuneytum viðkomandi ráðherra. Þeir embættismenn vinna fyrir hönd og í umboði ráðherra og eru gjarnan ráðnir af mörgum fyrirrennara hans. Þeir taka ákvarðanir í umboði ráðherrans sem t.a.m. binda einstaklinga og lögaðila. Þeir undirbúa reglugerðir sem grundvallast á lögum samþykktum af Alþingi sem ráðherra samþykkir og gefur út. Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Innan ESB er löggjafarvaldið sameiginlega í höndum ráðherraráðsins sem samanstendur af ráðherrum aðildarríkja ESB sem sitja í ríkisstjórnum þeirra og myndaðar hafa verið á grundvelli lýðræðisskipulags hvers aðildarríkis sem byggist á stjórnarskrám þeirra og Evrópuþingsins sem kosið er beinni kosningu í hverju og einu aðildarríki á fimm ára fresti. Framkvæmdavald ESB, framkvæmdastjórnin, („ríkisstjórn“) sem samanstendur af framkvæmdastjórum („ráðherrar“) er valið af aðildarríkjunum, þ.e ríkisstjórnum sem þegnar viðkomandi ríkis hafa kosið í lýðræðislegum kosningum og Evrópuþinginu (sem kosið er beinni kosningu af íbúum aðildarríkjanna). Framkvæmdastjórninni („ríkisstjórninni“) til halds og trausts eru embættismenn sem ráðnir hafa verið til starfa til að vinna fyrir framkvæmdavald ESB; framkvæmdastjórnina. Þeir undirbúa ákvarðanir framkvæmdastjóranna og framkvæmdastjórnarinnar og þær reglugerðir/tilskipanir sem framkvæmdastjórninni hefur verið heimilað að gefa út með samþykktum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins (löggjafarvaldi ESB). Embættismönnum er unnt að víkja frá störfum. Getur svo einhver sagt okkur hvar hið ólýðræðislega skipulag ESB er í samanburði við hið fullkomna lýðræðislega íslenska stjórnskipulag? Getur líka einhver útskýrt fyrir okkur dauðlegum mönnum af hverju hver samtökin á fætur öðrum verja fjármagni sínu í að flytja inn Norðmenn til að útskýra fyrir Íslendingum hversu hrikalega vont þetta ESB er? Hefur engum dottið í hug að flytja inn fólk frá ESB-ríkjum sem þekkir þetta af eigin raun? Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun