Sérstakur persónuafsláttur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2009 06:00 Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekjurnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gildir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópnum er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtalsverða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuafsláttur hefur lækkað að raungildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skattalækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskattur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstaklinga verið af fjármagni. Fjármagnstekjurnar dreifast einkum á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustiganum og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endurvekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstakan persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekjufólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekjurnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gildir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópnum er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtalsverða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuafsláttur hefur lækkað að raungildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skattalækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskattur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstaklinga verið af fjármagni. Fjármagnstekjurnar dreifast einkum á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustiganum og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endurvekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstakan persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekjufólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun