Ný sérkennslustefna leikskóla 11. desember 2009 06:00 Forgangsmál í leikskólum borgarinnar er að hvert barn fái þjónustu við sitt hæfi. Ef grunsemdir vakna um að sérkennslu sé þörf er strax sett af stað athugun í leikskólanum og starfsfólk hefur tafarlaust vinnu með barninu. Þetta er svokölluð snemmtæk íhlutun en hún miðar að því að skólinn grípi inn í strax og grunsemdir vakna um þroskafrávik. Í nýrri stefnu leikskólasviðs um sérkennslu, sem leikskólaráð samþykkti á fundi sínum í haust, er þetta markmið staðfest enda er það mikilvægt til að ná árangri með börnum sem þurfa stuðning. Í stefnunni kemur fram að við hvern leikskóla borgarinnar verði ábyrgðarmaður sérkennslu og lögð áhersla á að einstaklingsnámskrá verði gerð fyrir öll börn sem þarfnast sérkennslu. Stefnt er að fjölgun leikskóla með sérhæfða þekkingu vegna þjónustu við börn með fötlun en þeir eru nú tveir í Reykjavík. Sérhæfðu leikskólarnir eiga að vera í fararbroddi við þekkingaröflun á sínu sérsviði og miðla þekkingu. Áhersla er lögð á að efla markvisst samstarf leik- og grunnskóla og stuðla þannig að meiri samfellu á milli þeirra. Þá er lagt til að settur verði á stofn upplýsingavefur sem haldi utan um og miðli hugmyndum og leiðum sem notaðar eru í sérkennslu og að sérhæft námsgagnasafn til útláns verði hjá sérkennsluráðgjöfum. Einnig er lagt til að hafið verði tilraunaverkefni vegna langveikra barna með heimsóknum barna og kennara heim til barns. Á næstu árum er stefnt að því að byggð verði upp breiðari þekking á þjónustumiðstöðvum og sérfræðingar fengnir úr fleiri faggreinum, s.s. talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, svo börn með mikil þroskafrávik fái samþætta aðstoð. Stefna leikskólasviðs um sérkennslu er aðgengileg á vef borgarinnar (www.leikskolar.is) og þar geta forráðamenn aflað sér upplýsinga um hver réttur barna þeirra er og hvernig fjármagni er úthlutað. Sérkennsla er hluti af þeirri grunnþjónustu sem borgarstjórn vill tryggja og því er mikilvægt að allar reglur séu skýrar og tryggi jafnræði í þjónustu milli barna. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Forgangsmál í leikskólum borgarinnar er að hvert barn fái þjónustu við sitt hæfi. Ef grunsemdir vakna um að sérkennslu sé þörf er strax sett af stað athugun í leikskólanum og starfsfólk hefur tafarlaust vinnu með barninu. Þetta er svokölluð snemmtæk íhlutun en hún miðar að því að skólinn grípi inn í strax og grunsemdir vakna um þroskafrávik. Í nýrri stefnu leikskólasviðs um sérkennslu, sem leikskólaráð samþykkti á fundi sínum í haust, er þetta markmið staðfest enda er það mikilvægt til að ná árangri með börnum sem þurfa stuðning. Í stefnunni kemur fram að við hvern leikskóla borgarinnar verði ábyrgðarmaður sérkennslu og lögð áhersla á að einstaklingsnámskrá verði gerð fyrir öll börn sem þarfnast sérkennslu. Stefnt er að fjölgun leikskóla með sérhæfða þekkingu vegna þjónustu við börn með fötlun en þeir eru nú tveir í Reykjavík. Sérhæfðu leikskólarnir eiga að vera í fararbroddi við þekkingaröflun á sínu sérsviði og miðla þekkingu. Áhersla er lögð á að efla markvisst samstarf leik- og grunnskóla og stuðla þannig að meiri samfellu á milli þeirra. Þá er lagt til að settur verði á stofn upplýsingavefur sem haldi utan um og miðli hugmyndum og leiðum sem notaðar eru í sérkennslu og að sérhæft námsgagnasafn til útláns verði hjá sérkennsluráðgjöfum. Einnig er lagt til að hafið verði tilraunaverkefni vegna langveikra barna með heimsóknum barna og kennara heim til barns. Á næstu árum er stefnt að því að byggð verði upp breiðari þekking á þjónustumiðstöðvum og sérfræðingar fengnir úr fleiri faggreinum, s.s. talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, svo börn með mikil þroskafrávik fái samþætta aðstoð. Stefna leikskólasviðs um sérkennslu er aðgengileg á vef borgarinnar (www.leikskolar.is) og þar geta forráðamenn aflað sér upplýsinga um hver réttur barna þeirra er og hvernig fjármagni er úthlutað. Sérkennsla er hluti af þeirri grunnþjónustu sem borgarstjórn vill tryggja og því er mikilvægt að allar reglur séu skýrar og tryggi jafnræði í þjónustu milli barna. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar