Þjóðin á listaverkin í bönkunum Svavar Gestsson skrifar 19. júlí 2010 06:00 Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan var einkavædd. Fyrsta verk hinna nýju eigenda var að hluta jörðina niður í sumarbústaðalönd og selja. Andvirði sumarbústaðalóðanna á að hafa dugað fyrir því sem borgað var fyrir verksmiðjuna. Þannig æddi einkavæðingin áfram eins og skriðdrekar í stríði eða eins og engisprettuher. Einkavæðingin skeytti hvorki um skömm né heiður. Svo mikið lá á að koma eignunum án hirðis í hendur græðginnar að aldrei var spurt um neitt annað en debet og kredit og illa það eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar bankarnir voru einkavæddir fylgdu þeim hundruð listaverka og þau voru ekki metin á einseyring við sölu bankanna. Þjóðin átti reyndar listaverkin í raun því hún átti bankana. Það var ekkert tekið fram um listaverkin sérstaklega. Það var og er bannað að láta af hendi eigur ríkisins nema með sérstökum lögum. Það er því hægt að halda því fram að ríkið eigi verkin af því að þau hafi ekki verið látið af hendi með löglegum hætti. Þess vegna er allt annað fráleitt en það að ríkið eignist verkin núna og að líta ber þannig á að ríkið, það er þjóðin, eigi verkin. Skilanefndirnar eru engar listaverkasjoppur. Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að Listasafn Íslands tæki öll verkin undir sína umsjá. Síðan á Listasafn Íslands að taka það af verkunum sem safnið þarf til þess að tryggja heildaryfirsýn yfir íslenska myndlist. Það sem þá er eftir á að selja á uppboði til ágóða fyrir íslenska myndlist. Þetta er svona einfalt. Það er fáránlegt að taka öðru vísi á málinu. Nú hefur menntamálaráðherra tryggt ríkinu forgangsaðgang að verkum þessum í sjö ár. Það er frábært. Þau sjö ár á að nota til þess að merkja þjóðinni þessi verk. Auk þess er það því miður svo að verk þessi í svo stórum stíl geta ekki skipt sköpum fyrir afkomu kröfuhafanna sem sagðir eru eiga bankanna. Og ef í nauðir rekur má taka verkin eignarnámi með lögum í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður verið gert; Hótel Borg var tekin eignarnámi á stríðsárunum. Við höfum átt í efnahagslegu stríði. Rökin eru þau sömu nú og þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan var einkavædd. Fyrsta verk hinna nýju eigenda var að hluta jörðina niður í sumarbústaðalönd og selja. Andvirði sumarbústaðalóðanna á að hafa dugað fyrir því sem borgað var fyrir verksmiðjuna. Þannig æddi einkavæðingin áfram eins og skriðdrekar í stríði eða eins og engisprettuher. Einkavæðingin skeytti hvorki um skömm né heiður. Svo mikið lá á að koma eignunum án hirðis í hendur græðginnar að aldrei var spurt um neitt annað en debet og kredit og illa það eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar bankarnir voru einkavæddir fylgdu þeim hundruð listaverka og þau voru ekki metin á einseyring við sölu bankanna. Þjóðin átti reyndar listaverkin í raun því hún átti bankana. Það var ekkert tekið fram um listaverkin sérstaklega. Það var og er bannað að láta af hendi eigur ríkisins nema með sérstökum lögum. Það er því hægt að halda því fram að ríkið eigi verkin af því að þau hafi ekki verið látið af hendi með löglegum hætti. Þess vegna er allt annað fráleitt en það að ríkið eignist verkin núna og að líta ber þannig á að ríkið, það er þjóðin, eigi verkin. Skilanefndirnar eru engar listaverkasjoppur. Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að Listasafn Íslands tæki öll verkin undir sína umsjá. Síðan á Listasafn Íslands að taka það af verkunum sem safnið þarf til þess að tryggja heildaryfirsýn yfir íslenska myndlist. Það sem þá er eftir á að selja á uppboði til ágóða fyrir íslenska myndlist. Þetta er svona einfalt. Það er fáránlegt að taka öðru vísi á málinu. Nú hefur menntamálaráðherra tryggt ríkinu forgangsaðgang að verkum þessum í sjö ár. Það er frábært. Þau sjö ár á að nota til þess að merkja þjóðinni þessi verk. Auk þess er það því miður svo að verk þessi í svo stórum stíl geta ekki skipt sköpum fyrir afkomu kröfuhafanna sem sagðir eru eiga bankanna. Og ef í nauðir rekur má taka verkin eignarnámi með lögum í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður verið gert; Hótel Borg var tekin eignarnámi á stríðsárunum. Við höfum átt í efnahagslegu stríði. Rökin eru þau sömu nú og þá.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun