Chelsea og Arsenal í góðum málum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 20:37 Marouane Chamakh fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AP Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð