Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni

    Þrátt fyrir að vera 0-2 undir gegn Tottenham þegar fimm mínútur voru til leiksloka vann Paris Saint-Germain Ofurbikar Evrópu í kvöld. PSG jafnaði með tveimur mörkum og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni í þessum árlega leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Leikið var á Stadio Friuli, heimavelli Udinese á Ítalíu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Marka­laust í bar­áttunni um brúna

    Það var mikil stemning í Malmö í kvöld er heimamenn tóku á móti FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Menn voru þó ekki á markaskónum og leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Þeir standa fyrir eitt­hvað annað“

    Íslendingalið Malmö tekur á þriðjudag á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeild Evrópu. Það andar köldu á milli nágrannaliðanna og hefur reynsluboltinn Pontus Jansson hellt olíu á eldinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“

    „Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti