Um hundrað manns reknir til Rúmeníu 20. ágúst 2010 01:00 Brottflutningur Nærri hundrað manns voru sendir með tveimur flugvélum til Rúmeníu frá Frakklandi í gær.nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent