Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:43 Messi skoraði fjögur mörk í kvöld. Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn