Í hot-jóga kennaranám til Taílands 3. september 2010 19:00 Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands þar sem hún mun leggja stund á nám í hot-jóga. Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands í byrjun október þar sem hún hyggst læra til jógakennara. Gyða mun dvelja ásamt öðrum nemendum á paradísareyjunni Koh Samui og stunda þar hot-jóga, hugleiðslu og læra kennslutækni. „Ég er búin að stunda hot-jóga hjá Jóhönnu í Sporthúsinu síðan í febrúar og féll alveg fyrir íþróttinni. Ég fór svo að skoða skóla á netinu og fann einn í Bandaríkjunum og annan í Taílandi. Ég ræddi þetta svo við Jóhönnu og komst þá að því að hún hafði sjálf lært í skólanum í Taílandi. Hún var hæstánægð með námið og það var meðal annars ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara þangað,“ útskýrir Gyða sem dagsdaglega starfar hjá markaðsdeild Brimborgar. Námskeiðið stendur yfir í mánuð og er kennt á hverjum degi frá klukkan hálf sjö um morguninn og fram á kvöld. „Við stundum jóga tvisvar á dag og þess á milli lærum við sögu íþróttarinnar, anatómíu mannsins, hugleiðslu og almenna kennslutækni,“ segir Gyða og bætir við: „Ég veit að þetta er erfitt nám og hlakka til að sjá hvernig líkaminn bregst við svona stífri þjálfun.“ Gyða segir að hana hafi lengi langað að kenna íþróttir meðfram skrifstofuvinnunni og segist jafnvel geta hugsað sér að snúa sér alfarið að jógakennslu í framtíðinni. Gyða hlakkar mikið til ferðarinnar og er þegar farin að telja niður dagana. „Ég er löngu byrjuð að telja niður dagana. Ég er ekki bara að fara út í skemmtilegt nám og upplifa eitthvað nýtt heldur fæ ég að sameina bæði nám og ferðalag í einn og sama pakkann. Svo er skólinn auðvitað á mikilli paradísareyju sem skemmir ekki fyrir,“ segir hún að lokum. - sm Heilsa Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands í byrjun október þar sem hún hyggst læra til jógakennara. Gyða mun dvelja ásamt öðrum nemendum á paradísareyjunni Koh Samui og stunda þar hot-jóga, hugleiðslu og læra kennslutækni. „Ég er búin að stunda hot-jóga hjá Jóhönnu í Sporthúsinu síðan í febrúar og féll alveg fyrir íþróttinni. Ég fór svo að skoða skóla á netinu og fann einn í Bandaríkjunum og annan í Taílandi. Ég ræddi þetta svo við Jóhönnu og komst þá að því að hún hafði sjálf lært í skólanum í Taílandi. Hún var hæstánægð með námið og það var meðal annars ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara þangað,“ útskýrir Gyða sem dagsdaglega starfar hjá markaðsdeild Brimborgar. Námskeiðið stendur yfir í mánuð og er kennt á hverjum degi frá klukkan hálf sjö um morguninn og fram á kvöld. „Við stundum jóga tvisvar á dag og þess á milli lærum við sögu íþróttarinnar, anatómíu mannsins, hugleiðslu og almenna kennslutækni,“ segir Gyða og bætir við: „Ég veit að þetta er erfitt nám og hlakka til að sjá hvernig líkaminn bregst við svona stífri þjálfun.“ Gyða segir að hana hafi lengi langað að kenna íþróttir meðfram skrifstofuvinnunni og segist jafnvel geta hugsað sér að snúa sér alfarið að jógakennslu í framtíðinni. Gyða hlakkar mikið til ferðarinnar og er þegar farin að telja niður dagana. „Ég er löngu byrjuð að telja niður dagana. Ég er ekki bara að fara út í skemmtilegt nám og upplifa eitthvað nýtt heldur fæ ég að sameina bæði nám og ferðalag í einn og sama pakkann. Svo er skólinn auðvitað á mikilli paradísareyju sem skemmir ekki fyrir,“ segir hún að lokum. - sm
Heilsa Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira