Morfís-dómari óvinsæll hjá MH-ingum 27. febrúar 2010 03:30 Dómur Brynjars í Morfís-keppni FG og MH var umdeildur en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallborðum. Brynjar vísar því alfarið á bug. fréttablaðið/vilhelm Morfís-dómarinn Brynjar Birgisson fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís-keppni MH og FG á miðvikudaginn. Brynjar dæmdi FG sigur í þeirri viðureign en hinir dómararnir tveir dæmdu MH í vil. „Það varð allt brjálað þegar ég las upp dóminn og einn meðlimur MH kastaði borðinu sínu af sviðinu og hljóp að mér með krepptan hnefann en hætti við. Hann hefur reyndar beðið mig afsökunar á því,“ segir Brynjar í samtali við Fréttablaðið. Brynjar hefur verið sakaður um að hygla FG og hafa einhverjir nefnt til sögunnar að hann sé vinur eins liðsmanna FG á My Space. Brynjar vísar þessu alfarið á bug og segir MH-inga raunar ekki hafa neitt efni á því að tala um hagsmunatengsl. „Dóri DNA var Morfís-þjálfarinn minn á sínum tíma í FB og þetta er því miklu meira í hina áttina,“ segir Brynjar og bætir við að honum skiljist að MH hafi beðið um hann sem dómara. Brynjar segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum hótunum en hann hafi fylgst grannt með gangi mála á spjallsíðum netsins. Morfís-keppnin hefur því óvænt haft áhrif á sjónvarpsviðureign FB og FSU í Gettu betur því Brynjar er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Þetta hefur truflað undirbúninginn að einhverju leyti en sem betur fer erum við tveir að þjálfa þannig að við náðum að halda undirbúningnum í réttum farvegi,“ segir Brynjar. „Ég sá ekki fyrir að þetta gæti farið svona.“ - fgg Morfís Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Morfís-dómarinn Brynjar Birgisson fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís-keppni MH og FG á miðvikudaginn. Brynjar dæmdi FG sigur í þeirri viðureign en hinir dómararnir tveir dæmdu MH í vil. „Það varð allt brjálað þegar ég las upp dóminn og einn meðlimur MH kastaði borðinu sínu af sviðinu og hljóp að mér með krepptan hnefann en hætti við. Hann hefur reyndar beðið mig afsökunar á því,“ segir Brynjar í samtali við Fréttablaðið. Brynjar hefur verið sakaður um að hygla FG og hafa einhverjir nefnt til sögunnar að hann sé vinur eins liðsmanna FG á My Space. Brynjar vísar þessu alfarið á bug og segir MH-inga raunar ekki hafa neitt efni á því að tala um hagsmunatengsl. „Dóri DNA var Morfís-þjálfarinn minn á sínum tíma í FB og þetta er því miklu meira í hina áttina,“ segir Brynjar og bætir við að honum skiljist að MH hafi beðið um hann sem dómara. Brynjar segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum hótunum en hann hafi fylgst grannt með gangi mála á spjallsíðum netsins. Morfís-keppnin hefur því óvænt haft áhrif á sjónvarpsviðureign FB og FSU í Gettu betur því Brynjar er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Þetta hefur truflað undirbúninginn að einhverju leyti en sem betur fer erum við tveir að þjálfa þannig að við náðum að halda undirbúningnum í réttum farvegi,“ segir Brynjar. „Ég sá ekki fyrir að þetta gæti farið svona.“ - fgg
Morfís Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira