Einkunnirnar aldrei verið lægri 1. desember 2010 08:30 Seðlabanki Íslands Formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hófst árið 1989 þegar ríkið óskaði eftir einkunn á víxla ríkissjóðs. Markadurinn/Arnþór Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð. Fréttir Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð.
Fréttir Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira