Treystir á gott veður í ár Sara McMahon skrifar 14. júní 2010 06:30 Alla Borgþórsdóttir hefur séð um skipulagningu LungA alveg frá upphafi og hefur því verið nefnd mamma LungA. Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verði stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælistónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verður skemmtileg fatahönnunarsýning á fimmtudeginum og PopUp Verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reyndar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verður alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskiptiverkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkússkóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunarsveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðjunni árlega en svo fjölgi gestum í fjögurþúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún að lokum og hlær. LungA Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verði stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælistónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verður skemmtileg fatahönnunarsýning á fimmtudeginum og PopUp Verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reyndar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verður alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskiptiverkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkússkóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunarsveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðjunni árlega en svo fjölgi gestum í fjögurþúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún að lokum og hlær.
LungA Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira