Dulúð og drama Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 14. október 2010 07:00 Transaquania – Into thin Air Erna Ómarsdóttir Íslenski dansflokkurinn Dansleikhús *** Transaquania - Into the Air Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir, samið í samvinnu við Íslenska dansflokkinn. Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Í upphafi er sviðið auðnin ein. Smátt og smátt fylla kynlegar verur það lífi og áhorfandinn fær að fylgjast með þróun þeirra og lífsbaráttu. Búningarnir voru mjög flottir. Í fyrstu strigapokalegar hempur, en síðar þröngir húðlitaðir heilgallar sem huldu einnig andlit dansaranna. Það að gera dansarana óþekkjanlega gerði allar hreyfingar þeirra áhrifameiri. Naktar brúður í mannsmynd eru notaðar í sýninguni á mjög áhrifaríkan hátt. Lýsingin eins og húðliturinn í búningunum undirstrikaði auðnina og tómið. Hún var viðeigandi til að hægt væri að njóta þess sem fram fór á sviðinu og studdi við stemninguna hverju sinni. Hljóðveruleikinn í verkinu var eins og lýsingin mátulegur og passandi í langflestum tilfellum. Hann dró fram dulúð og skapaði upplifun af því ómennska og kynlega á ljúfan, ágengan og ofsafengin hátt. Á einstaka stöðum skar hann þó í eyru og truflaði heildarupplifunina. Dansverkið er samið af tveimur danshöfundum og einum myndlistarmanni sem gerði að verkum að „fljótlega hliðraðist áherslan frá því að skapa dans yfir í að skapa lifandi skúlptúr“. Þessi áhersla skilar sér mjög vel og var á köflum eins og meira segja brúðurnar hefðu öðlast sitt sjálfstæða líf. Magnað atriði. Hreyfingarnar í verkinu minntu helst á hreyfingar frumuklasa þar sem frumurnar ýmist iða einar og sér eða tengjast í iðandi heildir. Erna talar sjálf um að þau Damian séu að rannsaka möguleika lífrænna hreyfinga í danssköpun frekar en „akademískar“ og er sú áhersla þeirra einkar áhugaverð. Níu dansarar voru í verkinu, nokkrir þeirra nýir í röðum flokksins. Dansararnir stóðu sig vel og unnu sem einn líkami, ein lífræn heild. Þeir náðu að halda þessu kynlega og dularfulla flæði hreyfinganna í gegnum allt verkið og ná dásamlegum áhrifum eins og í kaflanum sem minnti á samfellu fæðinga. Á nokkrum stöðum misstu hreyfingarnar þó hina kynngimögnuðu áferð frumuklasans og nálægð leikhússins þrengdi sér inn í vitund áhorfandans. Í þeim tilfellum er þó líklega frekar við danshöfundana að sakast en dansarana. Að horfa á Transaquania var eins og að verða vitni að sköpun heimsins sem og tortímingu hans, ekki í gegnum frásögn heldur að vera viðstaddur hinn eiginlega atburð. Það var auðvelt að hverfa inn í þennan goðsagnakennda heim og gleyma sinni hversdagslegu tilveru. Transaquania – Into Thin Air er heildstætt verk bæði hvað varðar samspil listformanna sem og heildaruppbyggingu verksins. Það fangar athygli áhorfandans strax í upphafi og heldur henni óskiptri allt til loka með fáum undantekningum þó. Undantekningarnar valda þó því að verkið vantar herslumuninn upp á að fá fjórar stjörnur. Niðurstaða: Heildstætt verk þar sem áhorfinn gleymir sér í heillandi goðsagnaheimi. Nokkrir hnökrar setja þó strik í reikninginn. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Dansleikhús *** Transaquania - Into the Air Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir, samið í samvinnu við Íslenska dansflokkinn. Sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Í upphafi er sviðið auðnin ein. Smátt og smátt fylla kynlegar verur það lífi og áhorfandinn fær að fylgjast með þróun þeirra og lífsbaráttu. Búningarnir voru mjög flottir. Í fyrstu strigapokalegar hempur, en síðar þröngir húðlitaðir heilgallar sem huldu einnig andlit dansaranna. Það að gera dansarana óþekkjanlega gerði allar hreyfingar þeirra áhrifameiri. Naktar brúður í mannsmynd eru notaðar í sýninguni á mjög áhrifaríkan hátt. Lýsingin eins og húðliturinn í búningunum undirstrikaði auðnina og tómið. Hún var viðeigandi til að hægt væri að njóta þess sem fram fór á sviðinu og studdi við stemninguna hverju sinni. Hljóðveruleikinn í verkinu var eins og lýsingin mátulegur og passandi í langflestum tilfellum. Hann dró fram dulúð og skapaði upplifun af því ómennska og kynlega á ljúfan, ágengan og ofsafengin hátt. Á einstaka stöðum skar hann þó í eyru og truflaði heildarupplifunina. Dansverkið er samið af tveimur danshöfundum og einum myndlistarmanni sem gerði að verkum að „fljótlega hliðraðist áherslan frá því að skapa dans yfir í að skapa lifandi skúlptúr“. Þessi áhersla skilar sér mjög vel og var á köflum eins og meira segja brúðurnar hefðu öðlast sitt sjálfstæða líf. Magnað atriði. Hreyfingarnar í verkinu minntu helst á hreyfingar frumuklasa þar sem frumurnar ýmist iða einar og sér eða tengjast í iðandi heildir. Erna talar sjálf um að þau Damian séu að rannsaka möguleika lífrænna hreyfinga í danssköpun frekar en „akademískar“ og er sú áhersla þeirra einkar áhugaverð. Níu dansarar voru í verkinu, nokkrir þeirra nýir í röðum flokksins. Dansararnir stóðu sig vel og unnu sem einn líkami, ein lífræn heild. Þeir náðu að halda þessu kynlega og dularfulla flæði hreyfinganna í gegnum allt verkið og ná dásamlegum áhrifum eins og í kaflanum sem minnti á samfellu fæðinga. Á nokkrum stöðum misstu hreyfingarnar þó hina kynngimögnuðu áferð frumuklasans og nálægð leikhússins þrengdi sér inn í vitund áhorfandans. Í þeim tilfellum er þó líklega frekar við danshöfundana að sakast en dansarana. Að horfa á Transaquania var eins og að verða vitni að sköpun heimsins sem og tortímingu hans, ekki í gegnum frásögn heldur að vera viðstaddur hinn eiginlega atburð. Það var auðvelt að hverfa inn í þennan goðsagnakennda heim og gleyma sinni hversdagslegu tilveru. Transaquania – Into Thin Air er heildstætt verk bæði hvað varðar samspil listformanna sem og heildaruppbyggingu verksins. Það fangar athygli áhorfandans strax í upphafi og heldur henni óskiptri allt til loka með fáum undantekningum þó. Undantekningarnar valda þó því að verkið vantar herslumuninn upp á að fá fjórar stjörnur. Niðurstaða: Heildstætt verk þar sem áhorfinn gleymir sér í heillandi goðsagnaheimi. Nokkrir hnökrar setja þó strik í reikninginn.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira