Ertu með eða á móti? 3. september 2010 06:00 Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunarsamtökum Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó, væri besti valkostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliðasamningur við ESB, sem Sjálfstæðisflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskiptalausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæðinga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Mogganum ógleymdum, er helsti vettvangur þeirra sem ekki vilja auka samstarf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun