Niðurfelling saksóknar og Níumenningamálið Einar Steingrímsson skrifar 24. nóvember 2010 06:30 Í fréttum RÚV um liðna helgi var fjallað um hið svokallaða Níumenningamál, þar sem lögfræðiprófessor nokkur kallaði áskorun á dómsmálaráðherra um niðurfellingu saksóknar „gróf afskipti af dómsvaldinu". Því miður kom ekki fram neinn rökstuðningur prófessorsins fyrir þessari skoðun, og ekki var útskýrt hvenær mætti yfirleitt beita 29. grein stjórnarskrárinnar, sem heimilar dómsmálaráðherra að fella niður saksókn, né heldur af hverju það gæti ekki átt við í máli níumenninganna. Hæstiréttur hefur a.m.k. tvisvar fjallað um beitingu 29. greinarinnar (mál 85/1958 og 95/1946), og ljóst er að rétturinn telur ekkert athugavert við að dómsmálaráðherra beiti henni (þótt formlega séð geri hann tillögu til forseta). Almennt er samstaða um að framkvæmdarvaldið eigi ekki að grípa fram í fyrir dómsvaldinu. Oft gleymist hins vegar í umræðum um þrískiptingu ríkisvaldsins, að greinarnar þrjár eiga að tempra vald hver annarrar. Það er góð ástæða fyrir 29. grein stjórnarskrárinnar, nefnilega að ef ákæruvaldið fer offari, þá þarf að vera hægt að stoppa það. Svo dæmi sé tekið má hugsa sér að einhver sé ákærður fyrir að hafa banað manni sem er enn á lífi. Slíka saksókn ætti ráðherra að sjálfsögðu að stöðva. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á réttmæti ákærunnar á grundvelli 100. greinar hegningarlaga gegn níumenningunum, en nánast enginn hefur haldið því fram opinberlega að hún sé verjandi. Það er skiljanlegt, því 100. greinin fjallar um tilraunir til að svipta Alþingi „sjálfræði", og hún tilheyrir XI. kafla hegningarlaga, en sá kafli fjallar um vernd gegn valdaráni. Í frumvarpinu þegar þessi lög voru samþykkt 1940 segir m.a.: „Í þennan kafla er safnað ákvæðum um vernd ríkjandi stjórnskipunar, eins og hún er ákveðin í stjórnarskránni og öðrum stjórnskipunarlögum. Enn fremur er ákveðin sérstök vernd fyrir æðstu handhafa ríkisvaldsins, konung eða ríkisstjóra, ráðuneytin, Alþingi, landsdóm og Hæstarétt, enda beinist verknaður, sem miðar að ólöglegri breytingu stjórnskipunarinnar, að jafnaði fyrst að þessum aðiljum, einum eða fleiri." Ljóst ætti því að vera að hér er fjallað um valdaránstilraunir, enda er refsing fyrir brot á 100. grein í samræmi við það, eins árs til lífstíðar fangavist. Jafn augljóst er að aðgerð níumenninganna ógnaði ekki sjálfræði Alþingis, né miðaði hún að „ólöglegri breytingu stjórnskipunarinnar". Einnig er, í f-lið 113. greinar laga um meðferð opinberra mála, ákvæði sem heimilar að fella niður mál, „ef sérstaklega stendur á og telja verður að almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar". Þetta gæti settur saksóknari í málinu, Lára V. Júlíusdóttir, gert enda er vandséð hvaða almannahagsmunum það þjónar að dæma til langrar fangelsisvistar mótmælendur sem greinilega höfðu engan saknæman ásetning. Verði saksókn í máli níumenninganna haldið til streitu verður það óhjákvæmilega ljótur blettur á íslensku réttarfari, og hætt við að það sár grói seint, rétt eins og gerðist með ákærurnar vegna mótmælanna á Austurvelli 1949. Saksóknari gerði mistök, sem hún ætti að leiðrétta, vilji hún síður skrá nafn sitt í sögubækurnar með þessum miður geðfellda hætti. Þrjóskist hún við, þvert á afstöðu lögreglunnar sem rannsakaði málið, ætti dómsmálaráðherra að taka í taumana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Steingrímsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum RÚV um liðna helgi var fjallað um hið svokallaða Níumenningamál, þar sem lögfræðiprófessor nokkur kallaði áskorun á dómsmálaráðherra um niðurfellingu saksóknar „gróf afskipti af dómsvaldinu". Því miður kom ekki fram neinn rökstuðningur prófessorsins fyrir þessari skoðun, og ekki var útskýrt hvenær mætti yfirleitt beita 29. grein stjórnarskrárinnar, sem heimilar dómsmálaráðherra að fella niður saksókn, né heldur af hverju það gæti ekki átt við í máli níumenninganna. Hæstiréttur hefur a.m.k. tvisvar fjallað um beitingu 29. greinarinnar (mál 85/1958 og 95/1946), og ljóst er að rétturinn telur ekkert athugavert við að dómsmálaráðherra beiti henni (þótt formlega séð geri hann tillögu til forseta). Almennt er samstaða um að framkvæmdarvaldið eigi ekki að grípa fram í fyrir dómsvaldinu. Oft gleymist hins vegar í umræðum um þrískiptingu ríkisvaldsins, að greinarnar þrjár eiga að tempra vald hver annarrar. Það er góð ástæða fyrir 29. grein stjórnarskrárinnar, nefnilega að ef ákæruvaldið fer offari, þá þarf að vera hægt að stoppa það. Svo dæmi sé tekið má hugsa sér að einhver sé ákærður fyrir að hafa banað manni sem er enn á lífi. Slíka saksókn ætti ráðherra að sjálfsögðu að stöðva. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á réttmæti ákærunnar á grundvelli 100. greinar hegningarlaga gegn níumenningunum, en nánast enginn hefur haldið því fram opinberlega að hún sé verjandi. Það er skiljanlegt, því 100. greinin fjallar um tilraunir til að svipta Alþingi „sjálfræði", og hún tilheyrir XI. kafla hegningarlaga, en sá kafli fjallar um vernd gegn valdaráni. Í frumvarpinu þegar þessi lög voru samþykkt 1940 segir m.a.: „Í þennan kafla er safnað ákvæðum um vernd ríkjandi stjórnskipunar, eins og hún er ákveðin í stjórnarskránni og öðrum stjórnskipunarlögum. Enn fremur er ákveðin sérstök vernd fyrir æðstu handhafa ríkisvaldsins, konung eða ríkisstjóra, ráðuneytin, Alþingi, landsdóm og Hæstarétt, enda beinist verknaður, sem miðar að ólöglegri breytingu stjórnskipunarinnar, að jafnaði fyrst að þessum aðiljum, einum eða fleiri." Ljóst ætti því að vera að hér er fjallað um valdaránstilraunir, enda er refsing fyrir brot á 100. grein í samræmi við það, eins árs til lífstíðar fangavist. Jafn augljóst er að aðgerð níumenninganna ógnaði ekki sjálfræði Alþingis, né miðaði hún að „ólöglegri breytingu stjórnskipunarinnar". Einnig er, í f-lið 113. greinar laga um meðferð opinberra mála, ákvæði sem heimilar að fella niður mál, „ef sérstaklega stendur á og telja verður að almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar". Þetta gæti settur saksóknari í málinu, Lára V. Júlíusdóttir, gert enda er vandséð hvaða almannahagsmunum það þjónar að dæma til langrar fangelsisvistar mótmælendur sem greinilega höfðu engan saknæman ásetning. Verði saksókn í máli níumenninganna haldið til streitu verður það óhjákvæmilega ljótur blettur á íslensku réttarfari, og hætt við að það sár grói seint, rétt eins og gerðist með ákærurnar vegna mótmælanna á Austurvelli 1949. Saksóknari gerði mistök, sem hún ætti að leiðrétta, vilji hún síður skrá nafn sitt í sögubækurnar með þessum miður geðfellda hætti. Þrjóskist hún við, þvert á afstöðu lögreglunnar sem rannsakaði málið, ætti dómsmálaráðherra að taka í taumana.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun