Tónverk úr draumi Jónas Sen skrifar 19. desember 2010 10:00 Tónlist Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammerkór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Geislaplata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draumur. Platan heitir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkjuna þegar hann var rúmlega þrítugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararnir eiga líka góða spretti, sérstaklega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata! Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammerkór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Geislaplata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draumur. Platan heitir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkjuna þegar hann var rúmlega þrítugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararnir eiga líka góða spretti, sérstaklega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata!
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira