Borgarbúar vilja ekki skattahækkanir Kjartan Magnússon skrifar 6. desember 2010 05:00 Í umræðum fyrir borgarstjórnarkosningar sl. vor var það almennt viðhorf að vel hefði verið haldið á fjármálum Reykjavíkurborgar kjörtímabilið 2006-10 og að staða borgarsjóðs væri góð. Umræður snerust því öðru fremur um hvernig tryggja ætti áframahaldandi góða fjárhagsstöðu. Nú er lögleyft hámarksútsvar 13,28% af launatekjum en á síðasta kjörtímabili var sú stefna mörkuð undir forystu sjálfstæðismanna í borgarstjórn að miða ekki við það hámark heldur 13,03%. Í því sambandi voru frambjóðendur oft spurðir um það í fjölmiðlum og á kosningafundum sl. vor hvort nauðsynlegt yrði að hækka útsvar og aðrar álögur á Reykvíkinga á nýju kjörtímabili. Athyglisvert er að sjá hvernig oddvitar stjórnmálaflokkanna svöruðu þessum spurningum í kosningabaráttunni. · Sjálfstæðisflokkurinn hvikaði ekki frá þeirri stefnu að útsvarsprósentan skyldi ekki hækkuð. Flokkurinn fékk fimm borgarfulltrúa kjörna. · Vinstri græn hvikuðu ekki frá þeirri stefnu sinni að útsvarsprósentan skyldi ætíð vera í hámarki. Framboðið kom einum borgarfulltrúa að. · Samfylkingin svaraði út og suður og þar með var ljóst að flokkurinn stæði við fyrri stefnu um að útsvarsprósentan skyldi hækkuð. Flokkurinn fékk þrjá borgarfulltrúa. · Besti flokkurinn lofaði því að hækka ekki útsvarsprósentuna og oddviti hans, Jón Gnarr, bætti um betur og var eina borgarstjóraefnið, sem sagði vafningalaust að hann vildi beinlínis lækka hana. Flokkurinn fékk sex borgarfulltrúa kjörna og var ótvíræður sigurvegari kosninganna. Vilji kjósenda var skýr: Þeir flokkar, sem vildu hækka útsvarið, fengu 26% fylgi og fjóra borgarfulltrúa kjörna. Þeir flokkar, sem vildu ekki hækka útsvarið fengu 68% fylgi og ellefu fulltrúa kjörna. Það tók borgarfulltrúa Samfylkingarinnar aðeins nokkra mánuði að heilaþvo óreynt borgarstjórnarlið Besta flokksins og sannfæra þá um að bráðnauðsynlegt væri að færa meira fé frá fólkinu til Kerfisins. Meirihluti þessara flokka hefur nú samþykkt hækkun útsvarsprósentunnar og þannig brotið vilja mikils meirihluta Reykvíkinga á bak aftur. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík lítur greinilega á skattgreiðendur sem auðlind, er nýta eigi til hins ýtrasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum fyrir borgarstjórnarkosningar sl. vor var það almennt viðhorf að vel hefði verið haldið á fjármálum Reykjavíkurborgar kjörtímabilið 2006-10 og að staða borgarsjóðs væri góð. Umræður snerust því öðru fremur um hvernig tryggja ætti áframahaldandi góða fjárhagsstöðu. Nú er lögleyft hámarksútsvar 13,28% af launatekjum en á síðasta kjörtímabili var sú stefna mörkuð undir forystu sjálfstæðismanna í borgarstjórn að miða ekki við það hámark heldur 13,03%. Í því sambandi voru frambjóðendur oft spurðir um það í fjölmiðlum og á kosningafundum sl. vor hvort nauðsynlegt yrði að hækka útsvar og aðrar álögur á Reykvíkinga á nýju kjörtímabili. Athyglisvert er að sjá hvernig oddvitar stjórnmálaflokkanna svöruðu þessum spurningum í kosningabaráttunni. · Sjálfstæðisflokkurinn hvikaði ekki frá þeirri stefnu að útsvarsprósentan skyldi ekki hækkuð. Flokkurinn fékk fimm borgarfulltrúa kjörna. · Vinstri græn hvikuðu ekki frá þeirri stefnu sinni að útsvarsprósentan skyldi ætíð vera í hámarki. Framboðið kom einum borgarfulltrúa að. · Samfylkingin svaraði út og suður og þar með var ljóst að flokkurinn stæði við fyrri stefnu um að útsvarsprósentan skyldi hækkuð. Flokkurinn fékk þrjá borgarfulltrúa. · Besti flokkurinn lofaði því að hækka ekki útsvarsprósentuna og oddviti hans, Jón Gnarr, bætti um betur og var eina borgarstjóraefnið, sem sagði vafningalaust að hann vildi beinlínis lækka hana. Flokkurinn fékk sex borgarfulltrúa kjörna og var ótvíræður sigurvegari kosninganna. Vilji kjósenda var skýr: Þeir flokkar, sem vildu hækka útsvarið, fengu 26% fylgi og fjóra borgarfulltrúa kjörna. Þeir flokkar, sem vildu ekki hækka útsvarið fengu 68% fylgi og ellefu fulltrúa kjörna. Það tók borgarfulltrúa Samfylkingarinnar aðeins nokkra mánuði að heilaþvo óreynt borgarstjórnarlið Besta flokksins og sannfæra þá um að bráðnauðsynlegt væri að færa meira fé frá fólkinu til Kerfisins. Meirihluti þessara flokka hefur nú samþykkt hækkun útsvarsprósentunnar og þannig brotið vilja mikils meirihluta Reykvíkinga á bak aftur. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík lítur greinilega á skattgreiðendur sem auðlind, er nýta eigi til hins ýtrasta.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun