Samúel Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 13. október 2010 09:35 Íslenska þjóðin hefur eignast nýtt uppáhald. Ungmennalandsliðið okkar í karlaknattspyrnu hefur skipað sér á bekk með kvennalandsliðinu. Það leikur, ásamt sjö öðrum liðum, í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku á næsta ári. Meðal þátttakenda verða heimamenn, Englendingar, Spánverjar og Tékkar en margar merkar knattspyrnuþjóðir sitja eftir heima. Hvorki Svíar né Norðmenn komast áfram. Þjóðverjar verða ekki með. Heldur ekki Portúgalar, Hollendingar, Ítalir, Rússar eða Frakkar. En Ísland er með. Litla, fámenna Ísland. "Þetta var bara fáránlegt. Ég vissi að hann færi beint upp í Samúel - ég hitti hann svo vel," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fréttablaðið um síðara mark sitt í leiknum gegn Skotum í fyrrakvöld. Samúel þýðir samskeytin. Markið var sannkallaður þrumufleygur, alveg eins og fyrra mark Gylfa í leiknum og alveg eins og mörkin tvö í fyrri leiknum gegn Skotum á Laugardalsvellinum. Íslenska landsliðið er allt í einu orðið þekkt fyrir þrumufleyga. En ekki bara þá. Það er léttleikandi, leikmenn þess geta sólað sig í gegnum varnir andstæðinganna eða leikið þær grátt með samspili. Allt er þetta nýtt fyrir okkur sem fylgjumst með. Ný kynslóð knattspyrnumanna leikur allt öðru vísi fótbolta en þær eldri. Í fyrsta sinn í íslenskri knattspyrnusögu er leikið í samræmi við máltækið góða; sókn er besta vörnin. Í fyrsta sinn er líka gengið til leiks með sigurþrá í brjósti. Aldrei áður höfum við heyrt leikmenn segja fyrir leik að þeir ætli að vinna hann og séð á þeim að þeir meina það. Oftast hefur viðkvæðið verið að vera með. Íslenska A-landsliðið hefur viljað mæta stórþjóðum í forkeppnum stórmóta til að fá tækifæri til að leika gegn bestu fótboltamönnum heims. Forysta knattspyrnusambandsins hefur vonast eftir því sama til að fá sem flesta á völlinn til að berja útlendu snillingana augum. Ljóst er að þetta hugarfar heyrir sögunni til þegar leikmenn ungmennaliðsins fylla hvert sæti A-liðsins. Nýir tímar eru að renna upp. Þessir miklu hæfileikar ungu fótboltamannanna okkar fengust ekki með lýsinu einu saman. Að baki býr þrotlaus þjálfun frá unga aldri sem var möguleg vegna fótboltahúsanna. Gervigraskynslóðin er vaxin úr grasi. Ekkert bendir til annars en að þetta sé það sem koma skal. Þessar gjörbreyttu aðstæður til æfinga gera það að verkum að full innistæða er fyrir kröfum um árangur, líkt og gerðar hafa verið til íslenskra handboltalandsliða. Ef að líkum lætur mun ríkja fótboltaæði á Íslandi þegar lokakeppnin fer fram næsta sumar. Gylfi, Rúrik, Kolbeinn, Almar, Jóhann og allir hinir strákarnir verða fjölskylduvinir á hverju heimili og þjóðin mun senda þeim hlýja strauma yfir hafið. Sama verður uppi á teningnum þegar handboltalandsliðið leikur á heimsmeistaramótinu í janúar. Þjóðin sameinast í stuðningnum. Slíkar stundir eru mikilvægar. Við gerumst sérfræðingar í leikkerfum og hættum á meðan að velta okkur upp úr stjórnmálunum og ástandinu. Og tölum um samskeyti sem Samúel, eins og ekkert sé eðlilegra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Íslenska þjóðin hefur eignast nýtt uppáhald. Ungmennalandsliðið okkar í karlaknattspyrnu hefur skipað sér á bekk með kvennalandsliðinu. Það leikur, ásamt sjö öðrum liðum, í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku á næsta ári. Meðal þátttakenda verða heimamenn, Englendingar, Spánverjar og Tékkar en margar merkar knattspyrnuþjóðir sitja eftir heima. Hvorki Svíar né Norðmenn komast áfram. Þjóðverjar verða ekki með. Heldur ekki Portúgalar, Hollendingar, Ítalir, Rússar eða Frakkar. En Ísland er með. Litla, fámenna Ísland. "Þetta var bara fáránlegt. Ég vissi að hann færi beint upp í Samúel - ég hitti hann svo vel," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fréttablaðið um síðara mark sitt í leiknum gegn Skotum í fyrrakvöld. Samúel þýðir samskeytin. Markið var sannkallaður þrumufleygur, alveg eins og fyrra mark Gylfa í leiknum og alveg eins og mörkin tvö í fyrri leiknum gegn Skotum á Laugardalsvellinum. Íslenska landsliðið er allt í einu orðið þekkt fyrir þrumufleyga. En ekki bara þá. Það er léttleikandi, leikmenn þess geta sólað sig í gegnum varnir andstæðinganna eða leikið þær grátt með samspili. Allt er þetta nýtt fyrir okkur sem fylgjumst með. Ný kynslóð knattspyrnumanna leikur allt öðru vísi fótbolta en þær eldri. Í fyrsta sinn í íslenskri knattspyrnusögu er leikið í samræmi við máltækið góða; sókn er besta vörnin. Í fyrsta sinn er líka gengið til leiks með sigurþrá í brjósti. Aldrei áður höfum við heyrt leikmenn segja fyrir leik að þeir ætli að vinna hann og séð á þeim að þeir meina það. Oftast hefur viðkvæðið verið að vera með. Íslenska A-landsliðið hefur viljað mæta stórþjóðum í forkeppnum stórmóta til að fá tækifæri til að leika gegn bestu fótboltamönnum heims. Forysta knattspyrnusambandsins hefur vonast eftir því sama til að fá sem flesta á völlinn til að berja útlendu snillingana augum. Ljóst er að þetta hugarfar heyrir sögunni til þegar leikmenn ungmennaliðsins fylla hvert sæti A-liðsins. Nýir tímar eru að renna upp. Þessir miklu hæfileikar ungu fótboltamannanna okkar fengust ekki með lýsinu einu saman. Að baki býr þrotlaus þjálfun frá unga aldri sem var möguleg vegna fótboltahúsanna. Gervigraskynslóðin er vaxin úr grasi. Ekkert bendir til annars en að þetta sé það sem koma skal. Þessar gjörbreyttu aðstæður til æfinga gera það að verkum að full innistæða er fyrir kröfum um árangur, líkt og gerðar hafa verið til íslenskra handboltalandsliða. Ef að líkum lætur mun ríkja fótboltaæði á Íslandi þegar lokakeppnin fer fram næsta sumar. Gylfi, Rúrik, Kolbeinn, Almar, Jóhann og allir hinir strákarnir verða fjölskylduvinir á hverju heimili og þjóðin mun senda þeim hlýja strauma yfir hafið. Sama verður uppi á teningnum þegar handboltalandsliðið leikur á heimsmeistaramótinu í janúar. Þjóðin sameinast í stuðningnum. Slíkar stundir eru mikilvægar. Við gerumst sérfræðingar í leikkerfum og hættum á meðan að velta okkur upp úr stjórnmálunum og ástandinu. Og tölum um samskeyti sem Samúel, eins og ekkert sé eðlilegra.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun