Ábyrgðin er okkar Elín Björg Jónsdóttir skrifar 7. desember 2010 06:45 Þjóðin hafði ekki úr miklu að moða árið 1936. Kreppunni miklu var varla lokið, fjöldi atvinnu- og húsnæðislausra hafði aldrei verið meiri. Fjárþörf ríkissjóðs var mikil. Gæfa íslensku þjóðarinnar var hins vegar sú að þá sátu framsýnir menn á þingi og eftir nokkurt þref samþykktu þeir að koma á fót kerfi almannatrygginga. Með því var viðurkennt að samfélagið sem heild bæri ábyrgð á því að framfleyta þeim sem ekki höfðu tök á því sjálfir. Fólk sem lenti í slysi, varð veikt eða missti vinnu fékk bætur. Til að sjá um útrgeiðsluna var Tryggingastofnun Íslands komið á fót. Mjór er mikils vísir og segja má að þarna hafi grunnurinn að velferðarkerfinu verið lagður. Á því hefur verið gerður fjöldi endurbóta, það verið úttvíkað og bætt með það fyrir augum að ná til sem flestra. Grunnhugsunin er hins vegar enn sú sama; að þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð sér farborða, fái við það aðstoð. Það er á ábyrgð samfélagsins alls. Enn á ný steðja efnahagsþrengingar að þjóðinni og engum dylst að fjárþörf ríkissjóðs er gríðarlega mikil. Sú fjárþörf er tímabundin; íslenskt samfélag mun rísa upp úr efnahagslægðinni á ný. Þetta hafa verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram. Víða þarf að þrengja sultarólina og margir munu búa við kröpp kjör. Við slíkar aðstæður er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öryggisnet velferðarkerfisins sé þéttriðið. Þetta skildi íslenskt launafólk í kreppunni miklu og því tókst að sannfæra stjórnvöld um hið sama. Ýmislegt verður að breytast í íslensku samfélagi, það er ljóst. Einhversstaðar þarf að ná í það fé sem vantar upp á, eða spara útgjöld á móti. Það væri hins vegar þyngra en tárum tæki ef við, í upphafi 21. aldar, eyðileggðum það starf sem afar okkar og ömmur lögðu á sig við mun verri kjör á fjórða áratugnum. Fjárlagafrumvarpið 2011 kemur nú til annarrar umræðu. Þingmenn hafa það hlutverk að verja velferðarkerfið. Þeirra ábyrgð er að tryggja að fjárlögin höggvi ekki að rótum þess. Þá ábyrgð berum við einnig sem þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin hafði ekki úr miklu að moða árið 1936. Kreppunni miklu var varla lokið, fjöldi atvinnu- og húsnæðislausra hafði aldrei verið meiri. Fjárþörf ríkissjóðs var mikil. Gæfa íslensku þjóðarinnar var hins vegar sú að þá sátu framsýnir menn á þingi og eftir nokkurt þref samþykktu þeir að koma á fót kerfi almannatrygginga. Með því var viðurkennt að samfélagið sem heild bæri ábyrgð á því að framfleyta þeim sem ekki höfðu tök á því sjálfir. Fólk sem lenti í slysi, varð veikt eða missti vinnu fékk bætur. Til að sjá um útrgeiðsluna var Tryggingastofnun Íslands komið á fót. Mjór er mikils vísir og segja má að þarna hafi grunnurinn að velferðarkerfinu verið lagður. Á því hefur verið gerður fjöldi endurbóta, það verið úttvíkað og bætt með það fyrir augum að ná til sem flestra. Grunnhugsunin er hins vegar enn sú sama; að þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð sér farborða, fái við það aðstoð. Það er á ábyrgð samfélagsins alls. Enn á ný steðja efnahagsþrengingar að þjóðinni og engum dylst að fjárþörf ríkissjóðs er gríðarlega mikil. Sú fjárþörf er tímabundin; íslenskt samfélag mun rísa upp úr efnahagslægðinni á ný. Þetta hafa verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram. Víða þarf að þrengja sultarólina og margir munu búa við kröpp kjör. Við slíkar aðstæður er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öryggisnet velferðarkerfisins sé þéttriðið. Þetta skildi íslenskt launafólk í kreppunni miklu og því tókst að sannfæra stjórnvöld um hið sama. Ýmislegt verður að breytast í íslensku samfélagi, það er ljóst. Einhversstaðar þarf að ná í það fé sem vantar upp á, eða spara útgjöld á móti. Það væri hins vegar þyngra en tárum tæki ef við, í upphafi 21. aldar, eyðileggðum það starf sem afar okkar og ömmur lögðu á sig við mun verri kjör á fjórða áratugnum. Fjárlagafrumvarpið 2011 kemur nú til annarrar umræðu. Þingmenn hafa það hlutverk að verja velferðarkerfið. Þeirra ábyrgð er að tryggja að fjárlögin höggvi ekki að rótum þess. Þá ábyrgð berum við einnig sem þjóð.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun