Rjúpa líka í forrétt 1. nóvember 2011 00:01 Oddný Elín Magnadóttir. Oddný Elín Magnadóttir, húsfrú á Kambsvegi, segir fjölskyldu sína fólk hefða. Í takt við það hefur hún í tólf ár haft grafna rjúpu í forrétt á aðfangadagskvöld. Auk grafinnar rjúpu í forrétt samanstendur jólamáltíðin af rjúpu, framreiddri á gamaldags máta, og ananasfrómas í eftirrétt.Uppskriftirnar má sjá neðar í greininni. Mmmm...„Við erum ekki mikið fyrir að breyta og erum fastheldin á alls kyns hefðir. Ég hef bara einu sinni breytt út af vananum með eftirréttinn; eyddi heilum degi í að gera Ris a la mande með sósu og öllu og eyðilagði jólin fyrir eiginmanninum og mömmu hans. Það var ekki reynt aftur," segir Oddný. Uppskriftina að gröfnu rjúpunni segir Oddný einnig mjög góða í að grafa gæsabringur og hreindýrafillet. Slíkt hafi hún gert fyrir stærri veislur og alltaf sé það jafn vinsælt. Gott er að bera forréttinn fram með ristuðu brauði. - jma Jólamatur Mest lesið Núðlur í bland við KFC um jólin í Japan Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Sálmur 83 - Dýrð sé Guði' í hæstu hæðum Jól Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Leiðir til að hafa jólin græn Jól
Oddný Elín Magnadóttir, húsfrú á Kambsvegi, segir fjölskyldu sína fólk hefða. Í takt við það hefur hún í tólf ár haft grafna rjúpu í forrétt á aðfangadagskvöld. Auk grafinnar rjúpu í forrétt samanstendur jólamáltíðin af rjúpu, framreiddri á gamaldags máta, og ananasfrómas í eftirrétt.Uppskriftirnar má sjá neðar í greininni. Mmmm...„Við erum ekki mikið fyrir að breyta og erum fastheldin á alls kyns hefðir. Ég hef bara einu sinni breytt út af vananum með eftirréttinn; eyddi heilum degi í að gera Ris a la mande með sósu og öllu og eyðilagði jólin fyrir eiginmanninum og mömmu hans. Það var ekki reynt aftur," segir Oddný. Uppskriftina að gröfnu rjúpunni segir Oddný einnig mjög góða í að grafa gæsabringur og hreindýrafillet. Slíkt hafi hún gert fyrir stærri veislur og alltaf sé það jafn vinsælt. Gott er að bera forréttinn fram með ristuðu brauði. - jma
Jólamatur Mest lesið Núðlur í bland við KFC um jólin í Japan Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Sálmur 83 - Dýrð sé Guði' í hæstu hæðum Jól Afar ljúffengir sprotar frá Belgíu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Leiðir til að hafa jólin græn Jól