Orðið vel heitt undir Louis van Gaal hjá Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2011 23:30 Louis van Gaal. Mynd/Nordic Photos/Bongarts Það er orðið vel heitt undir Hollendingnum Louis van Gaal sem þjálfar þýska stórliðið Bayern München. Bayern tapaði 3-1 á móti Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Bayern er búið að tapa þremur leikjum á aðeins sjö dögum því liðið datt út fyrir Schalke 04 í þýska bikarnum í vikunni og hafði tapað 1-3 fyrir toppliði Borussia Dortmund um síðustu helgi. Mohammed Abdellaoue og Konstantin Rausch komu Hannover 96 í 2-0 en Arjen Robben minnkaði muninn á 55. mínútu. Sergio Pinto skoraði síðan þriðja mark Hannover-liðsins sjö mínútum síðar og Bayern missti síðan Breno útaf með rautt spjald á 73. mínútu. „Mínir menn voru undir mikilli pressu fyrir þennan leik og eftir að við lentum undir var pressan síðan enn meiri. Ég ræð ekki framtíð minni hér og get aðeins haldið áfram mínu starfi. Þetta er vissulega orðið tæpt eftir þriðja tapið í röð," sagði Louis van Gaal.Mynd/Nordic Photos/BongartsBayern München varð helst að vinna leikinn til að eiga einhverja möguleika á öðru sætinu sem gefur beint sæti inn í aðalkeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. Bayern er nú í 4.sæti, sjö stigum á eftir Bayer Leverkusen sem er í 2. sæti og fimm stigum á eftir Hannover-liðinu sem er í 3.sætinu. Forráðamenn félagsins höfðu gefið það út að Bayern yrði að ná öðru sætinu ætlaði Van Gaal að halda starfinu. Bayern á nú aðeins möguleika á að vinna einn titil á tímabilinu og það er í Meistaradeildinni þar sem Bayern er í ágætum málum eftir 1-0 sigur á Internazionale í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Það er orðið vel heitt undir Hollendingnum Louis van Gaal sem þjálfar þýska stórliðið Bayern München. Bayern tapaði 3-1 á móti Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Bayern er búið að tapa þremur leikjum á aðeins sjö dögum því liðið datt út fyrir Schalke 04 í þýska bikarnum í vikunni og hafði tapað 1-3 fyrir toppliði Borussia Dortmund um síðustu helgi. Mohammed Abdellaoue og Konstantin Rausch komu Hannover 96 í 2-0 en Arjen Robben minnkaði muninn á 55. mínútu. Sergio Pinto skoraði síðan þriðja mark Hannover-liðsins sjö mínútum síðar og Bayern missti síðan Breno útaf með rautt spjald á 73. mínútu. „Mínir menn voru undir mikilli pressu fyrir þennan leik og eftir að við lentum undir var pressan síðan enn meiri. Ég ræð ekki framtíð minni hér og get aðeins haldið áfram mínu starfi. Þetta er vissulega orðið tæpt eftir þriðja tapið í röð," sagði Louis van Gaal.Mynd/Nordic Photos/BongartsBayern München varð helst að vinna leikinn til að eiga einhverja möguleika á öðru sætinu sem gefur beint sæti inn í aðalkeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. Bayern er nú í 4.sæti, sjö stigum á eftir Bayer Leverkusen sem er í 2. sæti og fimm stigum á eftir Hannover-liðinu sem er í 3.sætinu. Forráðamenn félagsins höfðu gefið það út að Bayern yrði að ná öðru sætinu ætlaði Van Gaal að halda starfinu. Bayern á nú aðeins möguleika á að vinna einn titil á tímabilinu og það er í Meistaradeildinni þar sem Bayern er í ágætum málum eftir 1-0 sigur á Internazionale í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum.
Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira