Schalke skoraði fimm mörk hjá Evrópumeisturunum á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn